Langur Range Rover Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2013 10:05 Enn virðist ætla að bætast í bílgerðirnar hjá Range Rover og það nýjasta er lengri gerð stærsta bílsins. Af þessari mynd að dæma er hann tilbúinn til framleiðslu þó hann sjáist hér í örlitlum felubúningi. Þessi lengri gerð er 15 sentimetrum lengri en venjulegur Range Rover. Eins og flestir þeir sem framleiða lengri gerðir af bílum sínum mun Range Rover stefna honum á Asíumarkað og þá helst Kína. Einnig má búast við því að hann verði boðinn til sölu í Bandaríkjunum. Öll lenging bílsins verður milli B- og C-pósts bílsins og því ætti aftursætisrýmið að verða nokkuð ríflegt. Líklega mun hvorki skottrými né framsætisrými aukast við lenginguna. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent
Enn virðist ætla að bætast í bílgerðirnar hjá Range Rover og það nýjasta er lengri gerð stærsta bílsins. Af þessari mynd að dæma er hann tilbúinn til framleiðslu þó hann sjáist hér í örlitlum felubúningi. Þessi lengri gerð er 15 sentimetrum lengri en venjulegur Range Rover. Eins og flestir þeir sem framleiða lengri gerðir af bílum sínum mun Range Rover stefna honum á Asíumarkað og þá helst Kína. Einnig má búast við því að hann verði boðinn til sölu í Bandaríkjunum. Öll lenging bílsins verður milli B- og C-pósts bílsins og því ætti aftursætisrýmið að verða nokkuð ríflegt. Líklega mun hvorki skottrými né framsætisrými aukast við lenginguna.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent