Langur Range Rover Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2013 10:05 Enn virðist ætla að bætast í bílgerðirnar hjá Range Rover og það nýjasta er lengri gerð stærsta bílsins. Af þessari mynd að dæma er hann tilbúinn til framleiðslu þó hann sjáist hér í örlitlum felubúningi. Þessi lengri gerð er 15 sentimetrum lengri en venjulegur Range Rover. Eins og flestir þeir sem framleiða lengri gerðir af bílum sínum mun Range Rover stefna honum á Asíumarkað og þá helst Kína. Einnig má búast við því að hann verði boðinn til sölu í Bandaríkjunum. Öll lenging bílsins verður milli B- og C-pósts bílsins og því ætti aftursætisrýmið að verða nokkuð ríflegt. Líklega mun hvorki skottrými né framsætisrými aukast við lenginguna. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent
Enn virðist ætla að bætast í bílgerðirnar hjá Range Rover og það nýjasta er lengri gerð stærsta bílsins. Af þessari mynd að dæma er hann tilbúinn til framleiðslu þó hann sjáist hér í örlitlum felubúningi. Þessi lengri gerð er 15 sentimetrum lengri en venjulegur Range Rover. Eins og flestir þeir sem framleiða lengri gerðir af bílum sínum mun Range Rover stefna honum á Asíumarkað og þá helst Kína. Einnig má búast við því að hann verði boðinn til sölu í Bandaríkjunum. Öll lenging bílsins verður milli B- og C-pósts bílsins og því ætti aftursætisrýmið að verða nokkuð ríflegt. Líklega mun hvorki skottrými né framsætisrými aukast við lenginguna.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent