Sex ára drengur á þaki fjölskyldubílsins í 5 km Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2013 09:15 Frá þjóðvegi í Alaska Þegar sex ára drengur í Alaska klifraði uppá þak fjölskyldubílsins átti hann kannski ekki von á því að þar myndi hann dúsa á meðan bílnum var ekið 5 kílómetra leið. Þá missti hann takið á þakbogunum og féll í götuna. Ökumaður næsta bíls fyrir aftan sá drenginn detta af bílnum og tók hann uppí og ók að næstu bensínsstöð og hringdi jafnframt í lögregluna. Foreldrarnir tóku hvorki eftir því að drengurinn væri á þaki bílsins né heldur er hann féll af því. Bíllinn er hár til þaksins og því sást drengurinn ekki svo vel. Drengurinn meiddist furðu lítið við fallið er var þó nokkuð skrámaður, en óbrotinn. Lögreglan náði fljótlega í foreldrana sem sóttu furðu lostin drenginn á bensínstöðina. Að þeirra sögn er drengurinn mjög fjörugur og uppátækjasamur og hefur líklega oft áður klifrað uppá þak bílsins, en ekki fyrr með þessum endalokum. Hann mun væntanlega fækka ferðum sínum uppá bílinn á næstunni. Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent
Þegar sex ára drengur í Alaska klifraði uppá þak fjölskyldubílsins átti hann kannski ekki von á því að þar myndi hann dúsa á meðan bílnum var ekið 5 kílómetra leið. Þá missti hann takið á þakbogunum og féll í götuna. Ökumaður næsta bíls fyrir aftan sá drenginn detta af bílnum og tók hann uppí og ók að næstu bensínsstöð og hringdi jafnframt í lögregluna. Foreldrarnir tóku hvorki eftir því að drengurinn væri á þaki bílsins né heldur er hann féll af því. Bíllinn er hár til þaksins og því sást drengurinn ekki svo vel. Drengurinn meiddist furðu lítið við fallið er var þó nokkuð skrámaður, en óbrotinn. Lögreglan náði fljótlega í foreldrana sem sóttu furðu lostin drenginn á bensínstöðina. Að þeirra sögn er drengurinn mjög fjörugur og uppátækjasamur og hefur líklega oft áður klifrað uppá þak bílsins, en ekki fyrr með þessum endalokum. Hann mun væntanlega fækka ferðum sínum uppá bílinn á næstunni.
Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent