Leikmaðurinn Hugo Campagnaro hefur gert tveggja ára samning við Inter Milan en samningur leikmannsins við ítalska félagið Napoli rann út í sumar.
Þessi 33 ára Argentínumaður hefur verið lykilmaður hjá Napoli undanfarinn ár og mun styrkja Inter Milan töluvert með sinni reynslu.
Walter Mazzarri, nýráðinn knattspyrnustjóri Inter Milan, var áður við stjórnvölinn hjá Napoli og var Campagnaro undir hans stjórn og þekkjast þeir nokkuð vel.
Inter Milan hafnaði í níunda sæti í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu á síðasta tímabili og mun nýr stjóri þurfa taka mikið til í leikmannahópi liðsins.

