Renault smíðar Nissan Micra Finnur Thorlacius skrifar 9. júlí 2013 08:45 Margar bílaverksmiðjur í Evrópu eru mjög vannýttar þessi misserin vegna lítillar sölu bíla í álfunni. Því fer þeim tilfellum fjölgandi að þær eru notaðar til að framleiða bíla annarra framleiðenda, sem gengur betur að selja bíla sína. Það er einmitt málið í tilfelli verksmiðju Renault í Frakklandi. Framleiðsla á bílnum, sem kemur þá af nýrri kynslóð, hefst þó ekki fyrr en 2016. Nissan Micra smábíllinn var fram til ársins 2010 smíðaður í verksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi, en eftir það var verksmiðjan notuð til að setja saman Nissan Juke. Forstjóri Nissan, Carlos Ghosn er, þrátt fyrir dræma sölu bíla í Evrópu, brattur og segir að Nissan muni á næstu árum selja fleiri og fleiri bíla. Það muni þó ekki verða í Evrópu, sem hann á í besta falli von á að standi í stað í sölu á næstu tveimur árum. Aukningin muni koma frá löndum eins og Rússlandi og Brasilíu þar sem aðeins einn af hverjum fjórum á bíl og í Kína þar sem einn af hverjum tuttugu á bíl. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent
Margar bílaverksmiðjur í Evrópu eru mjög vannýttar þessi misserin vegna lítillar sölu bíla í álfunni. Því fer þeim tilfellum fjölgandi að þær eru notaðar til að framleiða bíla annarra framleiðenda, sem gengur betur að selja bíla sína. Það er einmitt málið í tilfelli verksmiðju Renault í Frakklandi. Framleiðsla á bílnum, sem kemur þá af nýrri kynslóð, hefst þó ekki fyrr en 2016. Nissan Micra smábíllinn var fram til ársins 2010 smíðaður í verksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi, en eftir það var verksmiðjan notuð til að setja saman Nissan Juke. Forstjóri Nissan, Carlos Ghosn er, þrátt fyrir dræma sölu bíla í Evrópu, brattur og segir að Nissan muni á næstu árum selja fleiri og fleiri bíla. Það muni þó ekki verða í Evrópu, sem hann á í besta falli von á að standi í stað í sölu á næstu tveimur árum. Aukningin muni koma frá löndum eins og Rússlandi og Brasilíu þar sem aðeins einn af hverjum fjórum á bíl og í Kína þar sem einn af hverjum tuttugu á bíl.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent