VW Passat slær sparakstursmet Finnur Thorlacius skrifar 25. júní 2013 10:28 Wayne Gerdes, væntanlega þreyttur eftir aksturinn Ökumanninum Wayne Gerdes tókst að fara gegnum 48 fylki Bandaríkjanna á Volkswagen Passat TDI dísilbíl með meðaleyðsluna 3,03 lítrar á hverja hundrað kílómetra. Fyrra met í þessum langa akstri, sem teygir sig 13.070 kílómetra, var 3,48 lítrar. Gerdes þessi á ein 100 sparakstursmet að baki og virðist því gera fátt annað en sérhæfa sig í sparakstri, en með þessum líka fína árangri. Aksturinn hjá Gerdes tók að þessu sinni 17 daga og því ók hann 769 kílómetra á dag og verður það að teljast til mikils dugnaðar, en fáir fengjust til þess hérlendis að aka lengri vegalengd en frá Reykjavík til Egilsstaða á hverjum degi í 17 daga. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent
Ökumanninum Wayne Gerdes tókst að fara gegnum 48 fylki Bandaríkjanna á Volkswagen Passat TDI dísilbíl með meðaleyðsluna 3,03 lítrar á hverja hundrað kílómetra. Fyrra met í þessum langa akstri, sem teygir sig 13.070 kílómetra, var 3,48 lítrar. Gerdes þessi á ein 100 sparakstursmet að baki og virðist því gera fátt annað en sérhæfa sig í sparakstri, en með þessum líka fína árangri. Aksturinn hjá Gerdes tók að þessu sinni 17 daga og því ók hann 769 kílómetra á dag og verður það að teljast til mikils dugnaðar, en fáir fengjust til þess hérlendis að aka lengri vegalengd en frá Reykjavík til Egilsstaða á hverjum degi í 17 daga.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent