Fór á fótboltaleik og lenti í brúðkaupi Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2013 10:30 Hvar í heiminum er mögulegt að fara á fjörugan fótboltaleik og í hálfleik dúkka upp brúðhjón sem láta gefa sig saman á miðju vallarins. Jú, í bílaborginni Detroit. Þetta upplifðu einmitt þeir 2.000 áhorfendur sem sáu háskólaleik þar um daginn. Brúðguminn var í skotapilsi og brúðurin í hvítum kjól yfir skotapilsi. Eftir að fyrri hálfleik lauk fór allt í einu að hljóma "lets get married" frá hluta áhorfenda og síðan hófst athöfnin við mikinn fögnuð allra áhorfenda. Brúðhjónin eru forfallnir aðdáendur knattspyrnuliðsins sem lék og fannst þessi staður því einkar viðeigandi. Í myndskeiðinu að ofan sést brúðkaupið, en myndgæðin eru ekki mikil og fjarlægðin nokkur. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent
Hvar í heiminum er mögulegt að fara á fjörugan fótboltaleik og í hálfleik dúkka upp brúðhjón sem láta gefa sig saman á miðju vallarins. Jú, í bílaborginni Detroit. Þetta upplifðu einmitt þeir 2.000 áhorfendur sem sáu háskólaleik þar um daginn. Brúðguminn var í skotapilsi og brúðurin í hvítum kjól yfir skotapilsi. Eftir að fyrri hálfleik lauk fór allt í einu að hljóma "lets get married" frá hluta áhorfenda og síðan hófst athöfnin við mikinn fögnuð allra áhorfenda. Brúðhjónin eru forfallnir aðdáendur knattspyrnuliðsins sem lék og fannst þessi staður því einkar viðeigandi. Í myndskeiðinu að ofan sést brúðkaupið, en myndgæðin eru ekki mikil og fjarlægðin nokkur.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent