Mest seldu bílar í BNA eftir fylkjum Finnur Thorlacius skrifar 28. júní 2013 10:45 Mest seldu bílar í hverju fylki Bandaríkjanna nú Fyrir stuttu var greint hér frá því að Ford F-150 pallbíllinn væri orðinn söluhæsti bíll í Bandaríkjunum og hefði slegið við Toyota Camry. Það er þó mjög misskipt á milli fylkjanna, enda alkunna að mikill menningar- og smekkmunur er á fólki milli þeirra og misjafn landslagið. Hér má sjá greinargott kort af bílalandinu þar sem sést hvaða bílar eru vinsælastir í hverju fylki fyrir sig. Ekki kemur mikið á óvart að í miðríkjunum og nyrðri ríkjum BNA, auk Alaska, ræður pallbíllinn ríkjum en smekkur fólks er annar nær Atlantshafinu og Kyrrahafinu, en þar skín stjarna Camry aðdáenda hvað skærast. Í Kaliforníu er hinsvegar Toyota Prius söluhæsti bíllinn, enda umhverfisvitund Kaliforníubúa viðbrugðið. Aðdáun íbúa ýmissa fylkja New England á Honda Accord kemur honum í fyrsta sætið þar og Honda CRV trónir hæstur í ýmsum öðrum hlutum NV-fylkjanna. Subaru Outback á sýna tryggu aðdáendur í Washingtonfylki nyrst á vesturströndinni, sem og í New Hamshire. Nissan Altima á svo sviðið í Nevada og Oklahoma. Chevrolet Silverado er söluhæstur í Maine, Ford Escape í Michigan og Toyota Tacoma pallbíllinn er vinsælastur á sólríkum eyjum Hawaii, enda þar víða um torfæra vegi að fara milli eldfjalla, líkt og hérlendis. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent
Fyrir stuttu var greint hér frá því að Ford F-150 pallbíllinn væri orðinn söluhæsti bíll í Bandaríkjunum og hefði slegið við Toyota Camry. Það er þó mjög misskipt á milli fylkjanna, enda alkunna að mikill menningar- og smekkmunur er á fólki milli þeirra og misjafn landslagið. Hér má sjá greinargott kort af bílalandinu þar sem sést hvaða bílar eru vinsælastir í hverju fylki fyrir sig. Ekki kemur mikið á óvart að í miðríkjunum og nyrðri ríkjum BNA, auk Alaska, ræður pallbíllinn ríkjum en smekkur fólks er annar nær Atlantshafinu og Kyrrahafinu, en þar skín stjarna Camry aðdáenda hvað skærast. Í Kaliforníu er hinsvegar Toyota Prius söluhæsti bíllinn, enda umhverfisvitund Kaliforníubúa viðbrugðið. Aðdáun íbúa ýmissa fylkja New England á Honda Accord kemur honum í fyrsta sætið þar og Honda CRV trónir hæstur í ýmsum öðrum hlutum NV-fylkjanna. Subaru Outback á sýna tryggu aðdáendur í Washingtonfylki nyrst á vesturströndinni, sem og í New Hamshire. Nissan Altima á svo sviðið í Nevada og Oklahoma. Chevrolet Silverado er söluhæstur í Maine, Ford Escape í Michigan og Toyota Tacoma pallbíllinn er vinsælastur á sólríkum eyjum Hawaii, enda þar víða um torfæra vegi að fara milli eldfjalla, líkt og hérlendis.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent