Ófögur endalok BMW M3 Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2013 08:45 Mjög er í tísku að taka lifandi myndir í akstri, ekki síst ef um er að ræða kraftmikla bíla. Það er þó hættuleg iðja að birta hvað sem er á vinsælum vefjum eins og Youtube ef á myndböndunum sést hvernig lög eru ítrekað brotin. En það hindraði ekki þennan ökumann BMW M3 bíls sem ekur honum að mörkum getu bílsins og örlítið betur. Eftir að hafa elt annan enn betri akstursbíl í fjallvegi í Arizona ræður bíllinn ekki við krappa beygju og endar utan vegar og rúllar ófáar velturnar og er gerónýtur eftir ófarirnar. Í því ljósi er kannski skrítið að eigandi og ökumaður bílsins skuli birta þetta myndskeið, sem lögregla og tryggingafélag hans getur hæglega notað til að finna út lögbrot hans er slysið varð. Engu að síður er gaman að horfa á aksturinn, eða allt þangað til hann fær þennan slæma enda. Hætt er við að hann fái bíl sinn ekki bættan, en fái öllu heldur nokkrar sektir frá lögreglunni innan tíðar. Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent
Mjög er í tísku að taka lifandi myndir í akstri, ekki síst ef um er að ræða kraftmikla bíla. Það er þó hættuleg iðja að birta hvað sem er á vinsælum vefjum eins og Youtube ef á myndböndunum sést hvernig lög eru ítrekað brotin. En það hindraði ekki þennan ökumann BMW M3 bíls sem ekur honum að mörkum getu bílsins og örlítið betur. Eftir að hafa elt annan enn betri akstursbíl í fjallvegi í Arizona ræður bíllinn ekki við krappa beygju og endar utan vegar og rúllar ófáar velturnar og er gerónýtur eftir ófarirnar. Í því ljósi er kannski skrítið að eigandi og ökumaður bílsins skuli birta þetta myndskeið, sem lögregla og tryggingafélag hans getur hæglega notað til að finna út lögbrot hans er slysið varð. Engu að síður er gaman að horfa á aksturinn, eða allt þangað til hann fær þennan slæma enda. Hætt er við að hann fái bíl sinn ekki bættan, en fái öllu heldur nokkrar sektir frá lögreglunni innan tíðar.
Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent