Ítalska knattspyrnufélagið Fiorentina hefur komist að samkomulagi við Malaga um kaup á kantmanninum Joaquin Sanchez.
Spænski landsliðsmaðurinn 31 árs á aðeins eftir að skrifa undir samninginn en samkvæmt yfirlýsingu frá félögunum er það formsatriði.
Joaquin flaut til Flórens í dag til þess að gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samninginn. Hann lék 45 leiki með Malaga á liðnu tímabili og skoraði í þeim átta mörk. Hann hefur spilað 56 sinnum fyrir landslið Spánverja.
Joaquin á leið til Flórens
