Fyrsta stiklan úr 300: Rise of an Empire var frumsýnd í gær og þykir hún öll hin tilkomumesta.
Myndin er framhald 300 frá árinu 2007, myndin sem skaut leikaranum Gerard Butler upp á stjörnuhimininn, en það var Zack Snyder sem leikstýrði.
Í þetta sinn gegnir hann hlutverki framleiðanda og lætur leikstjórnina í hendur Noam Murro.
Í helstu hlutverkum eru Sullivan Stapleton, Lena Headey, Eva Green, Rodrigo Santoro og Hans Matheson.
Stiklan er aðgengileg í spilaranum hér fyrir ofan.
Bíó og sjónvarp