Leggur Fiat niður Dodge? Finnur Thorlacius skrifar 14. júní 2013 10:15 Mun merki Dodge brátt heyra sögunni til? Framtíð bílamerkisins Dodge er í óvissu. Dodge tilheyrir Chrysler merkinu sem er nú að mestu í eigu Fiat. Fiat hefur opinberað áætlanir sínar næstu fimm árin og þar þarf ekki að efast um bjarta framtíð Chrysler, Jeep og Fiat. Fátt er þar um fína drætti til handa merkinu Dodge og því hafa margir velt fyrir sér hvort Fiat ætli sér hugsanlega að leggja niður merkið. Eitt merki þess gæti verið það að Fiat hefur ákveðið að draga pallbíla- og trukkahlutann Ram í sérstaka deild. Ennfremur hefur Fiat greint frá því að bíllinn Dodge Avenger muni heyra fortíðinni til frá og með byrjun næsta árs. Þá hefur frést að tvær aðrar bílgerðir Dodge muni fá Chrysler merkið á húddið. Giskað er á að annar þeirra bíla sé Grand Caravan. Fari svo fyrir þessum tveimur bílgerðum stendur fátt eftir undir nafni Dodge og þess auðveldara að fara að auglýsa útförina. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent
Framtíð bílamerkisins Dodge er í óvissu. Dodge tilheyrir Chrysler merkinu sem er nú að mestu í eigu Fiat. Fiat hefur opinberað áætlanir sínar næstu fimm árin og þar þarf ekki að efast um bjarta framtíð Chrysler, Jeep og Fiat. Fátt er þar um fína drætti til handa merkinu Dodge og því hafa margir velt fyrir sér hvort Fiat ætli sér hugsanlega að leggja niður merkið. Eitt merki þess gæti verið það að Fiat hefur ákveðið að draga pallbíla- og trukkahlutann Ram í sérstaka deild. Ennfremur hefur Fiat greint frá því að bíllinn Dodge Avenger muni heyra fortíðinni til frá og með byrjun næsta árs. Þá hefur frést að tvær aðrar bílgerðir Dodge muni fá Chrysler merkið á húddið. Giskað er á að annar þeirra bíla sé Grand Caravan. Fari svo fyrir þessum tveimur bílgerðum stendur fátt eftir undir nafni Dodge og þess auðveldara að fara að auglýsa útförina.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent