Helmingur ársframleiðslu Jaguar F-Type seldur Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2013 11:45 Þrátt fyrir að tveggja sæta sportbíllinn Jaguar F-Type sé vart kominn á markað hefur helmingur ársframleiðslu hans nú þegar selst. Þessi nýi bíll Jaguar er fyrsti tveggja sæta roadster bíll Jaguar í 40 ár og fer þannig í fótspor hins goðsagnarkennda E-Type. Það stöðvar ekki gíruga kaupendur bílsins að ódýrasta gerð hans kostar 9 milljónir króna og fá má öflugan og vel útbúinn F-Type á 12 milljónir króna. Sá ódýrasti er "aðeins" með 340 hestafla V-6 vél en sá öflugasti er með V-8 vél sem skilar 495 hestöflum. Allar gerðir F-Type eru með 8 gíra sjálfskiptum kassa. Bíllinn kemur fyrst af færiböndunum sem blæjubíll, en á næsta ári verður hann einnig framleiddur með hörðum toppi. Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent
Þrátt fyrir að tveggja sæta sportbíllinn Jaguar F-Type sé vart kominn á markað hefur helmingur ársframleiðslu hans nú þegar selst. Þessi nýi bíll Jaguar er fyrsti tveggja sæta roadster bíll Jaguar í 40 ár og fer þannig í fótspor hins goðsagnarkennda E-Type. Það stöðvar ekki gíruga kaupendur bílsins að ódýrasta gerð hans kostar 9 milljónir króna og fá má öflugan og vel útbúinn F-Type á 12 milljónir króna. Sá ódýrasti er "aðeins" með 340 hestafla V-6 vél en sá öflugasti er með V-8 vél sem skilar 495 hestöflum. Allar gerðir F-Type eru með 8 gíra sjálfskiptum kassa. Bíllinn kemur fyrst af færiböndunum sem blæjubíll, en á næsta ári verður hann einnig framleiddur með hörðum toppi.
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent