Viðskipti erlent

Century gengur frá kaupum á álveri af Rio Tinto

Michael Bless forstjóri Century Aluminum
Michael Bless forstjóri Century Aluminum

Century Aluminum móðurfélag Norðuráls hefur gengið frá kaupunum á Sebree álverinu í Kentucky af Rio Tinto Alcan móðurfélagi álversins í Straumsvík.

Í tilkynningu um kaupin til Kauphallarinnar segir að Century hefur eignast allar eignir Sebree en álverið er með framleiðslugetu upp á 205 þúsund tonn og yfir 500 starfsmenn.

„Við erum mjög ánægðir með að bjóða starfslið Sebree velkomið til Century,“ segir Michael Bless forstjóri Century Aluminum m.a. í tilkynningunni. „Með þeim breytingum sem eru að verða á orkumarkaðinum í Bandaríkjunum...munum við verða samkeppnishæf á alþjóðamarkaði.“ Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×