Valin á ráðstefnu fyrir nýja rithöfunda Kjartan Guðmundsson skrifar 5. júní 2013 14:29 Heiðrún og Kjartan gáfu bæði út frumraun sína í fyrra. „Þetta er auðvitað mikill heiður og afar ánægjulegt, bara eins og að komast á Norðurlandameistaramótið,“ segir skáldið Heiðrún Ólafsdóttir sem hefur ásamt Kjartani Yngva Björnssyni verið valin til að taka þátt í ráðstefnu fyrir nýja og upprennandi höfunda frá öllum Norðurlöndunum. Námskeiðið fer fram í Biskops-Arnö í Svíþjóð dagana 12. til 16. júní næstkomandi. Á hið svokallaða „debutanteseminar“ er árlega boðið höfundum frá öllum Norðurlöndunum sem gáfu út sína fyrstu bók á liðnu ári og rithöfundasambönd hvers lands tilnefna þátttakendur frá sínu landi. Fyrsta bók Kjartans Yngva var Hrafnsauga, sem hlaut Íslensku Barnabókaverðlaunin árið 2012, en hana skrifaði hann í samvinnu við Snæbjörn Brynjarsson. Þeir Kjartan og Snæbjörn sitja nú við skriftir í Transilvaníu þar sem þeir leggja lokahönd á framhald bókarinnar. Fyrsta bók Heiðrúnar var ljóðabókin Á milli okkar allt sem kom út síðasta haust en Heiðrún hlaut nýræktarstyrk frá Bókmenntasjóði fyrir handritið. Á námskeiðinu munu höfundarnir vinna í nýskrifuðum textum sínum á námskeiðinu undir handleiðslu reyndra höfunda, sem að þessu sinni eru þeir Jörn H. Sværen frá Noregi og Jeppe Brixvold frá Danmörku, auk þess sem þeir kynna verk sín og lesa upp. Þema námskeiðsins er að þessu sinni efni eða „material“ og verður unnið með það á ýmsan hátt. "Þetta er gamalt skandinavískt vinarbragð, að leiða saman nýja rithöfunda, og ég hef heyrt mjög vel látið af þessum ráðstefnum,“ segir Heiðrún. Hún er komin vel á veg með aðra ljóðabók sína sem kemur til með að nefnast Frá hjaranum og verður líklega gefin út í haust. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er auðvitað mikill heiður og afar ánægjulegt, bara eins og að komast á Norðurlandameistaramótið,“ segir skáldið Heiðrún Ólafsdóttir sem hefur ásamt Kjartani Yngva Björnssyni verið valin til að taka þátt í ráðstefnu fyrir nýja og upprennandi höfunda frá öllum Norðurlöndunum. Námskeiðið fer fram í Biskops-Arnö í Svíþjóð dagana 12. til 16. júní næstkomandi. Á hið svokallaða „debutanteseminar“ er árlega boðið höfundum frá öllum Norðurlöndunum sem gáfu út sína fyrstu bók á liðnu ári og rithöfundasambönd hvers lands tilnefna þátttakendur frá sínu landi. Fyrsta bók Kjartans Yngva var Hrafnsauga, sem hlaut Íslensku Barnabókaverðlaunin árið 2012, en hana skrifaði hann í samvinnu við Snæbjörn Brynjarsson. Þeir Kjartan og Snæbjörn sitja nú við skriftir í Transilvaníu þar sem þeir leggja lokahönd á framhald bókarinnar. Fyrsta bók Heiðrúnar var ljóðabókin Á milli okkar allt sem kom út síðasta haust en Heiðrún hlaut nýræktarstyrk frá Bókmenntasjóði fyrir handritið. Á námskeiðinu munu höfundarnir vinna í nýskrifuðum textum sínum á námskeiðinu undir handleiðslu reyndra höfunda, sem að þessu sinni eru þeir Jörn H. Sværen frá Noregi og Jeppe Brixvold frá Danmörku, auk þess sem þeir kynna verk sín og lesa upp. Þema námskeiðsins er að þessu sinni efni eða „material“ og verður unnið með það á ýmsan hátt. "Þetta er gamalt skandinavískt vinarbragð, að leiða saman nýja rithöfunda, og ég hef heyrt mjög vel látið af þessum ráðstefnum,“ segir Heiðrún. Hún er komin vel á veg með aðra ljóðabók sína sem kemur til með að nefnast Frá hjaranum og verður líklega gefin út í haust.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira