Vill fleiri kvenhetjur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. júní 2013 18:50 Scarlett Johansson var hörð í horn að taka í The Avengers. Joss Whedon, leikstjóri The Avengers, segir þörf á fleiri kvenhetjum í kvikmyndum. Hann segist vera orðinn pirraður á skorti á sterkum fyrirmyndum fyrir stúlkur og vonast til þess að vinsældir seríunnar um Hungurleikana marki upphaf breytinga. „Leikfangaframleiðendur segja kvenhetjur ósöluvænar og kvikmyndagerðarfólk notar þessar tvær hræðilegu myndir um kvenkyns ofurhetjur sem hafa verið gerðar sem afsökun fyrir því að gera ekki fleiri,“ segir Whedon í samtali við The Daily Beast. Hann segir þetta heimskulegt hugarfar, og nefnir að dóttir sín hafi haldið mest upp á kvenhetjurnar tvær í Avengers-myndinni. „Auðvitað gerði hún það,“ segir leikstjórinn, en hann vinnur nú að framhaldsmynd sem frumsýnd verður árið 2015. Það eru fjórir karlar sem eru mest áberandi í Avengers-genginu, þeir Captain America, Iron Man, Thor og Hulk. Leikkonan Scarlett Johansson gaf fjórmenningunum þó lítið eftir í hlutverki sínu sem Black Widow í fyrri myndinni, og er eðlilegt að spyrja sig hvort orð leikstjórans bendi til þess að persónan fái meira vægi í framhaldinu. Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Joss Whedon, leikstjóri The Avengers, segir þörf á fleiri kvenhetjum í kvikmyndum. Hann segist vera orðinn pirraður á skorti á sterkum fyrirmyndum fyrir stúlkur og vonast til þess að vinsældir seríunnar um Hungurleikana marki upphaf breytinga. „Leikfangaframleiðendur segja kvenhetjur ósöluvænar og kvikmyndagerðarfólk notar þessar tvær hræðilegu myndir um kvenkyns ofurhetjur sem hafa verið gerðar sem afsökun fyrir því að gera ekki fleiri,“ segir Whedon í samtali við The Daily Beast. Hann segir þetta heimskulegt hugarfar, og nefnir að dóttir sín hafi haldið mest upp á kvenhetjurnar tvær í Avengers-myndinni. „Auðvitað gerði hún það,“ segir leikstjórinn, en hann vinnur nú að framhaldsmynd sem frumsýnd verður árið 2015. Það eru fjórir karlar sem eru mest áberandi í Avengers-genginu, þeir Captain America, Iron Man, Thor og Hulk. Leikkonan Scarlett Johansson gaf fjórmenningunum þó lítið eftir í hlutverki sínu sem Black Widow í fyrri myndinni, og er eðlilegt að spyrja sig hvort orð leikstjórans bendi til þess að persónan fái meira vægi í framhaldinu.
Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira