Formúla 1

Vettel stal ráspól í Kanada

Birgir Þór Harðarson skrifar
Vettel var einbeittur í tímatökunum í dag.
Vettel var einbeittur í tímatökunum í dag.

Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull stal ráspólnum af Mercedes-mönnum í Kanada nú rétt í þessu þegar síðastu lota tímatökunnar þar lauk. Lewis Hamilton verður annar ár ráslínu á undan Valteri Bottas á Williams-bíl.

Það voru erfiðar aðstæður í Montréal í dag því það gekk á með skúrum og brautin náði aldrei að þorna nógu vel á milli skvetta.

Nico Rosberg, sigurvegarinn í Mónakó fyrir tveimur viku, verður fjórði á ráslínunni. Hann hafði fyrir mótið í Kanada átt ráspól í síðustu þremur mótum.

Kappaksturinn í Kanada fer fram á morgun og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×