Endursöluverð Fisker Karma fellur um helming Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2013 11:15 Rafbílaframleiðandinn Fisker í Kaliforníu er gjaldþrota og slíkt getur haft mikil áhrif endursöluverð þeirra bíla sem Fisker náði að framleiða fyrir gjaldþrot. Fisker framleiddi Karma bílinn, sem þótt hefur einkar fallegur bíll, en dýr var hann líka. Hann kostaði 103.000 dollara, en nú vill enginn borga nema um helming þess verðs fyrir lítið notaða þannig bíla. Einn Fisker Karma var boðinn upp á eBay um daginn og uppboðið var stöðvað því enginn bauð hærra en 45.100 dollara, vel innan við hálfvirði bílsins. Þó er til dæmi um að Karma bíll hafi selst nýlega fyrir tæpa 60.000 dollara á bílasölu. Nýir eigendur eru eðlilega hræddir um að sú þjónusta sem veitt verður við þessa bíla verði af skornum skammti og varahlutir ef til vill ekki til. Finnur Thorlacius Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent
Rafbílaframleiðandinn Fisker í Kaliforníu er gjaldþrota og slíkt getur haft mikil áhrif endursöluverð þeirra bíla sem Fisker náði að framleiða fyrir gjaldþrot. Fisker framleiddi Karma bílinn, sem þótt hefur einkar fallegur bíll, en dýr var hann líka. Hann kostaði 103.000 dollara, en nú vill enginn borga nema um helming þess verðs fyrir lítið notaða þannig bíla. Einn Fisker Karma var boðinn upp á eBay um daginn og uppboðið var stöðvað því enginn bauð hærra en 45.100 dollara, vel innan við hálfvirði bílsins. Þó er til dæmi um að Karma bíll hafi selst nýlega fyrir tæpa 60.000 dollara á bílasölu. Nýir eigendur eru eðlilega hræddir um að sú þjónusta sem veitt verður við þessa bíla verði af skornum skammti og varahlutir ef til vill ekki til. Finnur Thorlacius
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent