Mourinho hættir í lok leiktíðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. maí 2013 18:32 Nordicphotos/Getty Jose Mourinho mun láta af störfum sem þjálfari Real Madrid í lok leiktíðar. Florentino Perez, forseti félagsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi sem boðað var til í Madríd í dag. Hávær orðrómur hefur verið uppi um að Mourinho myndi ekki verða áfram í brúnni hjá Real þrátt fyrir að vera samningsbundinn félaginu næstu tvö árin. Portúgalinn litríki hefur verið orðaður sterklega við stjórastöðuna hjá Chelsea á Englandi. „Mourinho var ekki rekinn. Um er að ræða samkomulag okkar og hans. Nú var rétti tíminn til þess að ljúka samstarfinu," sagði Florentino Perez. Undir stjórn Mourinho vann Real engan titil á leiktíðinni ef frá er talinn sigur á Barcelona á Real í árlegu uppgjöri deildar- og bikarmeistaranna síðastliðið haust. Liðið missti Spánarmeistaratitil sinn til Barcelona, féll úr keppni gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu og tapaði um helgina gegn Atletico Madrid í úrslitum spænska bikarsins. Þá hefur Mourinho verið harðlega gagnrýndur fyrir að setja fyrirliða og einn dáðasta leikmann Real á bekkinn, markvörðinn Iker Casillas. Undir stjórn Mourinho varð Real bæði spænskur meistari og bikarmeistari. Liðið vann 127 leiki af 176 undir hans stjórn eða 72% þeirra. Florentino Perez neitaði því að Real Madrid hefði þegar gengið frá munnlegu samkomulagi við nýjan þjálfara. Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG í Frakklandi, staðfesti í gær að Carlo Ancelotti, þjálfari liðsins, hefði óskað eftir því að yfirgefa félagið. Hans ósk væri að taka við Real Madrid. Spænski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira
Jose Mourinho mun láta af störfum sem þjálfari Real Madrid í lok leiktíðar. Florentino Perez, forseti félagsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi sem boðað var til í Madríd í dag. Hávær orðrómur hefur verið uppi um að Mourinho myndi ekki verða áfram í brúnni hjá Real þrátt fyrir að vera samningsbundinn félaginu næstu tvö árin. Portúgalinn litríki hefur verið orðaður sterklega við stjórastöðuna hjá Chelsea á Englandi. „Mourinho var ekki rekinn. Um er að ræða samkomulag okkar og hans. Nú var rétti tíminn til þess að ljúka samstarfinu," sagði Florentino Perez. Undir stjórn Mourinho vann Real engan titil á leiktíðinni ef frá er talinn sigur á Barcelona á Real í árlegu uppgjöri deildar- og bikarmeistaranna síðastliðið haust. Liðið missti Spánarmeistaratitil sinn til Barcelona, féll úr keppni gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu og tapaði um helgina gegn Atletico Madrid í úrslitum spænska bikarsins. Þá hefur Mourinho verið harðlega gagnrýndur fyrir að setja fyrirliða og einn dáðasta leikmann Real á bekkinn, markvörðinn Iker Casillas. Undir stjórn Mourinho varð Real bæði spænskur meistari og bikarmeistari. Liðið vann 127 leiki af 176 undir hans stjórn eða 72% þeirra. Florentino Perez neitaði því að Real Madrid hefði þegar gengið frá munnlegu samkomulagi við nýjan þjálfara. Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG í Frakklandi, staðfesti í gær að Carlo Ancelotti, þjálfari liðsins, hefði óskað eftir því að yfirgefa félagið. Hans ósk væri að taka við Real Madrid.
Spænski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira