Flytur Fiat til Bandaríkjanna? Finnur Thorlacius skrifar 22. maí 2013 14:15 Fiat 500 smábíllinn Fiat, sem er á góðri leið með að eignast Chrysler hugleiðir nú að flytja höfuðstöðvar sínar alfarið til Bandaríkjanna. Ástæða þessa er sú að Chrysler er mjög vaxandi fyrirtæki sem gengur vel nú, á meðan Fiat smækkar og smækkar vegna hinnar dvínandi sölu sem á bílum þess er í Evrópu. Sem dæmi þá komu 75% af rekstrarhagnaði Fiat samstæðunnar frá Bandaríkjunum á síðasta ári og því finnst Sergio Marchionne forstjóra Fiat að rétt sé að stjórna fyrirtækinu þaðan. Sumir háttsettra starfsmanna Fiat hafa neitað því að þetta standi til en margir kunnugir Fiat segja fyrirtækið velta þessu alvarlega fyrir sér nú.Aðeins 24% tekna Fiat frá Evrópu Fiat var stofnað árið 1899 í Tórínó og það væri enn eitt höggið fyrir atvinnulífið á Ítalíu ef þetta yrði niðurstaðan. Þar nálgast atvinnuleysi nú 20% og ekki yrði þetta til að bæta úr. Tap Fiat á rekstri sínum í Evrópu nam 108 milljörðum króna í fyrra. Áherslur Fiat á Evrópu sem markaðssvæði hefur verulega minnkað síðan efnhagslægðin lagðist yfir í Evrópu. Nú koma aðeins 24% af tekjum Fiat frá Evrópu, sem eitt og sér hvetur fyrirtækið enn frekar til þeirra áforma að flytja sig. Þegar Marchionne var gerður að forstjóra Fiat árið 2004 voru 90% tekna Fiat frá Evrópu og heildartekjurnar 27 milljónir Evra, en þær voru orðnar 84 milljónir Evra í fyrra, ekki síst með tilkomu Chrysler. Því skiptir Evrópa minna og minna máli fyrir Fiat og líklega mun þróunin enn halda áfram í þessa átt á næstu árum.Vilja vera þar sem hagnaður skapast Að auki vill Fiat eðlilega leggja meiri áherslu á markaði sem skila fyrirtækinu ávinningi, en ekki bullandi tapi. Fiat er, þrátt fyrir minnkandi snarminnkaða bílasölu í Evrópu, það fyrirtæki sem veitir flestum vinnu á Ítalíu. Nafnið Fiat er skammstöfun fyrir Fabbrica Italiana Automobili Italia, sem gæti útlagst verksmiðjur ítalskra bíla í Tórínó og er almennt talið mikið stolt hinnar Ítölsku þjóðar. Fiat stefnir einart að því að eignast síðustu 41,5% í Chrysler, en bréfin eru í eigu eftirlaunasjóðs United Auto Workers í Bandaríkjunum og eru aðilar nú að karpa yfir verði á þeim. Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent
Fiat, sem er á góðri leið með að eignast Chrysler hugleiðir nú að flytja höfuðstöðvar sínar alfarið til Bandaríkjanna. Ástæða þessa er sú að Chrysler er mjög vaxandi fyrirtæki sem gengur vel nú, á meðan Fiat smækkar og smækkar vegna hinnar dvínandi sölu sem á bílum þess er í Evrópu. Sem dæmi þá komu 75% af rekstrarhagnaði Fiat samstæðunnar frá Bandaríkjunum á síðasta ári og því finnst Sergio Marchionne forstjóra Fiat að rétt sé að stjórna fyrirtækinu þaðan. Sumir háttsettra starfsmanna Fiat hafa neitað því að þetta standi til en margir kunnugir Fiat segja fyrirtækið velta þessu alvarlega fyrir sér nú.Aðeins 24% tekna Fiat frá Evrópu Fiat var stofnað árið 1899 í Tórínó og það væri enn eitt höggið fyrir atvinnulífið á Ítalíu ef þetta yrði niðurstaðan. Þar nálgast atvinnuleysi nú 20% og ekki yrði þetta til að bæta úr. Tap Fiat á rekstri sínum í Evrópu nam 108 milljörðum króna í fyrra. Áherslur Fiat á Evrópu sem markaðssvæði hefur verulega minnkað síðan efnhagslægðin lagðist yfir í Evrópu. Nú koma aðeins 24% af tekjum Fiat frá Evrópu, sem eitt og sér hvetur fyrirtækið enn frekar til þeirra áforma að flytja sig. Þegar Marchionne var gerður að forstjóra Fiat árið 2004 voru 90% tekna Fiat frá Evrópu og heildartekjurnar 27 milljónir Evra, en þær voru orðnar 84 milljónir Evra í fyrra, ekki síst með tilkomu Chrysler. Því skiptir Evrópa minna og minna máli fyrir Fiat og líklega mun þróunin enn halda áfram í þessa átt á næstu árum.Vilja vera þar sem hagnaður skapast Að auki vill Fiat eðlilega leggja meiri áherslu á markaði sem skila fyrirtækinu ávinningi, en ekki bullandi tapi. Fiat er, þrátt fyrir minnkandi snarminnkaða bílasölu í Evrópu, það fyrirtæki sem veitir flestum vinnu á Ítalíu. Nafnið Fiat er skammstöfun fyrir Fabbrica Italiana Automobili Italia, sem gæti útlagst verksmiðjur ítalskra bíla í Tórínó og er almennt talið mikið stolt hinnar Ítölsku þjóðar. Fiat stefnir einart að því að eignast síðustu 41,5% í Chrysler, en bréfin eru í eigu eftirlaunasjóðs United Auto Workers í Bandaríkjunum og eru aðilar nú að karpa yfir verði á þeim.
Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent