Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund: Stærsti leikur lífs míns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2013 13:23 Jürgen Klopp, þjálfari þýska liðsins Borussia Dortmund, er kominn með lið í fyrsta sinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Lærisveinar hans mæta Bayern München í úrslitaleik á Wembley í kvöld. Klopp kallaði fram hlátur á blaðamannafundi fyrir leikinn. Guðmundur Benediktsson er í London en hann mun lýsa leiknum á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands. Bayern München er talið mun sigurstranglegra í leiknum og Jürgen Klopp hefur gert sitt í því að létta af pressunni af sínum mönnum með léttum tilsvörum í viðtölum sínum við blaðamenn. Gott dæmi um það er frá blaðamannafundi Jürgen Klopp í gær en undir hans stjórn hefur Borussia Dortmund unnið þrjá stóra titla, þýska meistaratitilinn 2011 og 2012 og svo þýska bikarinn í fyrra. Klopp tók við liðinu 2008. „Þetta verður sögulegur leikur á Wembley í kvöld'' segir Jürgen Klopp þjálfari Dortmund. „Þetta verður líka sérstakur leikur, því þótt við höfum spilað fjórum sinnum við Bayern Munchen í vetur, þá er þetta stærsti leikur fótboltans á hverju ári. Í mínum huga er þetta líka stærsti leikur lífs míns sem þjálfari. Ég vil vinna þennan bikar og deyja svo glaður á morgun, eða eftir 60 ár. Þessi bikar skiptir okkur hjá Borussia Dortmund öllu máli," segir Jurgen Klopp en það má sjá hann á blaðamannafundinum með því að smella hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Gummi Ben hitti hressa stuðningsmenn Dortmund Þýsku liðin Borussia Dortmund og Bayern München mætast í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Wembley-leikvanginum í London. Guðmundur Benediktsson er í London en hann mun lýsa leiknum á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands. 25. maí 2013 11:15 Gummi Ben fékk Fjörtoft til að spá í leikinn Guðmundur Benediktsson er staddur út í London í tilefni af úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Borussia Dortmund og Bayern München mætast á Wembley í kvöld. Guðmundur hitti Jan Åge Fjörtoft, knattspyrnusérfræðing Sky German og Visat, og fékk Norðmanninn til þess að spá í leikinn fyrir Vísi. 25. maí 2013 12:15 Á Dortmund einhverja möguleika? Bayern sýndi mátt sinn og megin þegar liðið rassskellti stjörnum prýtt lið Barcelona og liðið mætir Dortmund í úrslitaleik á Wembley í dag. Pressan er samt öll á Bæjurum, sem hafa tapað tveimur úrslitaleikjum á þremur árum. 25. maí 2013 07:00 Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Sjá meira
Jürgen Klopp, þjálfari þýska liðsins Borussia Dortmund, er kominn með lið í fyrsta sinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Lærisveinar hans mæta Bayern München í úrslitaleik á Wembley í kvöld. Klopp kallaði fram hlátur á blaðamannafundi fyrir leikinn. Guðmundur Benediktsson er í London en hann mun lýsa leiknum á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands. Bayern München er talið mun sigurstranglegra í leiknum og Jürgen Klopp hefur gert sitt í því að létta af pressunni af sínum mönnum með léttum tilsvörum í viðtölum sínum við blaðamenn. Gott dæmi um það er frá blaðamannafundi Jürgen Klopp í gær en undir hans stjórn hefur Borussia Dortmund unnið þrjá stóra titla, þýska meistaratitilinn 2011 og 2012 og svo þýska bikarinn í fyrra. Klopp tók við liðinu 2008. „Þetta verður sögulegur leikur á Wembley í kvöld'' segir Jürgen Klopp þjálfari Dortmund. „Þetta verður líka sérstakur leikur, því þótt við höfum spilað fjórum sinnum við Bayern Munchen í vetur, þá er þetta stærsti leikur fótboltans á hverju ári. Í mínum huga er þetta líka stærsti leikur lífs míns sem þjálfari. Ég vil vinna þennan bikar og deyja svo glaður á morgun, eða eftir 60 ár. Þessi bikar skiptir okkur hjá Borussia Dortmund öllu máli," segir Jurgen Klopp en það má sjá hann á blaðamannafundinum með því að smella hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Gummi Ben hitti hressa stuðningsmenn Dortmund Þýsku liðin Borussia Dortmund og Bayern München mætast í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Wembley-leikvanginum í London. Guðmundur Benediktsson er í London en hann mun lýsa leiknum á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands. 25. maí 2013 11:15 Gummi Ben fékk Fjörtoft til að spá í leikinn Guðmundur Benediktsson er staddur út í London í tilefni af úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Borussia Dortmund og Bayern München mætast á Wembley í kvöld. Guðmundur hitti Jan Åge Fjörtoft, knattspyrnusérfræðing Sky German og Visat, og fékk Norðmanninn til þess að spá í leikinn fyrir Vísi. 25. maí 2013 12:15 Á Dortmund einhverja möguleika? Bayern sýndi mátt sinn og megin þegar liðið rassskellti stjörnum prýtt lið Barcelona og liðið mætir Dortmund í úrslitaleik á Wembley í dag. Pressan er samt öll á Bæjurum, sem hafa tapað tveimur úrslitaleikjum á þremur árum. 25. maí 2013 07:00 Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Sjá meira
Gummi Ben hitti hressa stuðningsmenn Dortmund Þýsku liðin Borussia Dortmund og Bayern München mætast í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Wembley-leikvanginum í London. Guðmundur Benediktsson er í London en hann mun lýsa leiknum á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands. 25. maí 2013 11:15
Gummi Ben fékk Fjörtoft til að spá í leikinn Guðmundur Benediktsson er staddur út í London í tilefni af úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Borussia Dortmund og Bayern München mætast á Wembley í kvöld. Guðmundur hitti Jan Åge Fjörtoft, knattspyrnusérfræðing Sky German og Visat, og fékk Norðmanninn til þess að spá í leikinn fyrir Vísi. 25. maí 2013 12:15
Á Dortmund einhverja möguleika? Bayern sýndi mátt sinn og megin þegar liðið rassskellti stjörnum prýtt lið Barcelona og liðið mætir Dortmund í úrslitaleik á Wembley í dag. Pressan er samt öll á Bæjurum, sem hafa tapað tveimur úrslitaleikjum á þremur árum. 25. maí 2013 07:00