Maldonado: Chilton er hættulegur Birgir Þór Harðarson skrifar 26. maí 2013 19:00 Pastor Maldonado slapp með skrekkinn þegar hann gat gengið frá hörðum árekstri við vegriðið í Mónakó dag. Í kjölfar slyssins var mótið stöðvað tímabundið á meðan hægt var að gera við öryggisveggi. Maldonado er hins vegar ekki ánægður með framgöngu Max Chilton, hjá Marussia, í dag enda var það Chilton sem ók utan í Williams-bílinn með þeim afleiðingum að Maldonado var í stórhættu og varð að hætta keppni. Williams-bíllinn flaug hreinlega í loft upp áður en hann skall í vegriðinu í utanverðri Tabac-beygjunni niðri við höfnina í Mónakó. "Þetta var skerí," sagði Maldonado. "Ég bjóst ekki við því að Chilton myndi aka í veg fyrir mig. Það var mjög, mjög hættulegt í hraðri beygju í brautinni." Hann bætti við að það væri mikilvægt fyrir dómarana að kanna rækilega hvernig hann hegðaði sér í brautinni. Maldonado staðfesti svo að hann væri í lagi. "Ég er í lagi og mér líður vel." Maldonado klifraði sjálfur upp úr bílnum í dag. Vélvirkjarnir eiga nokkuð verk fyrir höndum. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Pastor Maldonado slapp með skrekkinn þegar hann gat gengið frá hörðum árekstri við vegriðið í Mónakó dag. Í kjölfar slyssins var mótið stöðvað tímabundið á meðan hægt var að gera við öryggisveggi. Maldonado er hins vegar ekki ánægður með framgöngu Max Chilton, hjá Marussia, í dag enda var það Chilton sem ók utan í Williams-bílinn með þeim afleiðingum að Maldonado var í stórhættu og varð að hætta keppni. Williams-bíllinn flaug hreinlega í loft upp áður en hann skall í vegriðinu í utanverðri Tabac-beygjunni niðri við höfnina í Mónakó. "Þetta var skerí," sagði Maldonado. "Ég bjóst ekki við því að Chilton myndi aka í veg fyrir mig. Það var mjög, mjög hættulegt í hraðri beygju í brautinni." Hann bætti við að það væri mikilvægt fyrir dómarana að kanna rækilega hvernig hann hegðaði sér í brautinni. Maldonado staðfesti svo að hann væri í lagi. "Ég er í lagi og mér líður vel." Maldonado klifraði sjálfur upp úr bílnum í dag. Vélvirkjarnir eiga nokkuð verk fyrir höndum.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira