Ford vél í Smart og Renault Twingo Finnur Thorlacius skrifar 28. maí 2013 15:45 Ein athygliverðasta bílvél nútímans, 1,0 lítra EcoBoost vél Ford, freistar annarra bílaframleiðenda og á Daimler nú í viðræðum við Ford um kaup á þeirri vél í bíla Daimler samstæðunnar. Vélin var kosin bílvél ársins í heiminum í fyrra og er aðeins þriggja strokka. Myndi vélin sú fara í Smart bíla, en Smart er í eigu Daimler. Þá gæti hún einnig sést í Renault Twingo, en Daimler á í miklu samstarfi við Renault-Nissan og eiga fyrirtækin 3,1% hlut hvort í öðru. Vélin er nú þegar í Ford bílunum Focus, Fiesta og B-Max. Í skiptum myndi Daimler veita Ford upplýsingar um stærri vélar Mercedes Benz sem standast nú þegar EURO6 mengunarstaðalinn. Þetta yrði ekki í fyrsta skipti sem Daimler, Renault-Nissan og Ford eiga í samstarfi með vélar. Fyrr á þessu ári hófst samstarf þeirra í millum við smíði véla sem brenna vetni. Fyrirtækin ætla öll að hefja sölu á vetnisbílum árið 2017. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent
Ein athygliverðasta bílvél nútímans, 1,0 lítra EcoBoost vél Ford, freistar annarra bílaframleiðenda og á Daimler nú í viðræðum við Ford um kaup á þeirri vél í bíla Daimler samstæðunnar. Vélin var kosin bílvél ársins í heiminum í fyrra og er aðeins þriggja strokka. Myndi vélin sú fara í Smart bíla, en Smart er í eigu Daimler. Þá gæti hún einnig sést í Renault Twingo, en Daimler á í miklu samstarfi við Renault-Nissan og eiga fyrirtækin 3,1% hlut hvort í öðru. Vélin er nú þegar í Ford bílunum Focus, Fiesta og B-Max. Í skiptum myndi Daimler veita Ford upplýsingar um stærri vélar Mercedes Benz sem standast nú þegar EURO6 mengunarstaðalinn. Þetta yrði ekki í fyrsta skipti sem Daimler, Renault-Nissan og Ford eiga í samstarfi með vélar. Fyrr á þessu ári hófst samstarf þeirra í millum við smíði véla sem brenna vetni. Fyrirtækin ætla öll að hefja sölu á vetnisbílum árið 2017.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent