Spá brotthvarfi Volvo og Mitsubishi frá Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 29. maí 2013 08:45 Volvo S60 Viðskiptablaðið Wall Street Journal spáir því að áður en árið 2014 verður liðið muni bæði Volvo og Mitsubishi vera horfin af markaði í Bandaríkjunum. Blaðið segir að mjög erfitt sé fyrir bílaframleiðanda með minna en 0,5% markaðshlutdeild þar að keppa við risa eins og Volkswagen bílafjölskylduna, Toyota, GM og Daimler. Á síðasta ári hætti Suzuki að selja bíla í Bandaríkjunum þar sem mikið tap var hjá söluaðilum Suzuki, en fyrirtækið hafði orðið afar litla markaðshlutdeild þar vestra. Gengi Mitsubishi það sem af er ári í Bandaríkjunum er slæmt og lýsandi fyrir það er 15,5% minni sala í apríl en í fyrra þrátt fyrir stóraukna heildarsölu bíla. Sala Volvo á fyrsta ársfjórðungi minnkaði um 7,6% og um 10% í mars einum. Eini bíllinn sem Volvo selur þokkalega er 60-línan. Wall Street Journal spáir einnig erfiðleikum hjá ýmsum útgefendum bílablaða og á von á því að blöð eins og Road & Track og Car and Driver gefi upp öndina innan 18 mánaða. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent
Viðskiptablaðið Wall Street Journal spáir því að áður en árið 2014 verður liðið muni bæði Volvo og Mitsubishi vera horfin af markaði í Bandaríkjunum. Blaðið segir að mjög erfitt sé fyrir bílaframleiðanda með minna en 0,5% markaðshlutdeild þar að keppa við risa eins og Volkswagen bílafjölskylduna, Toyota, GM og Daimler. Á síðasta ári hætti Suzuki að selja bíla í Bandaríkjunum þar sem mikið tap var hjá söluaðilum Suzuki, en fyrirtækið hafði orðið afar litla markaðshlutdeild þar vestra. Gengi Mitsubishi það sem af er ári í Bandaríkjunum er slæmt og lýsandi fyrir það er 15,5% minni sala í apríl en í fyrra þrátt fyrir stóraukna heildarsölu bíla. Sala Volvo á fyrsta ársfjórðungi minnkaði um 7,6% og um 10% í mars einum. Eini bíllinn sem Volvo selur þokkalega er 60-línan. Wall Street Journal spáir einnig erfiðleikum hjá ýmsum útgefendum bílablaða og á von á því að blöð eins og Road & Track og Car and Driver gefi upp öndina innan 18 mánaða.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent