Spá brotthvarfi Volvo og Mitsubishi frá Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 29. maí 2013 08:45 Volvo S60 Viðskiptablaðið Wall Street Journal spáir því að áður en árið 2014 verður liðið muni bæði Volvo og Mitsubishi vera horfin af markaði í Bandaríkjunum. Blaðið segir að mjög erfitt sé fyrir bílaframleiðanda með minna en 0,5% markaðshlutdeild þar að keppa við risa eins og Volkswagen bílafjölskylduna, Toyota, GM og Daimler. Á síðasta ári hætti Suzuki að selja bíla í Bandaríkjunum þar sem mikið tap var hjá söluaðilum Suzuki, en fyrirtækið hafði orðið afar litla markaðshlutdeild þar vestra. Gengi Mitsubishi það sem af er ári í Bandaríkjunum er slæmt og lýsandi fyrir það er 15,5% minni sala í apríl en í fyrra þrátt fyrir stóraukna heildarsölu bíla. Sala Volvo á fyrsta ársfjórðungi minnkaði um 7,6% og um 10% í mars einum. Eini bíllinn sem Volvo selur þokkalega er 60-línan. Wall Street Journal spáir einnig erfiðleikum hjá ýmsum útgefendum bílablaða og á von á því að blöð eins og Road & Track og Car and Driver gefi upp öndina innan 18 mánaða. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent
Viðskiptablaðið Wall Street Journal spáir því að áður en árið 2014 verður liðið muni bæði Volvo og Mitsubishi vera horfin af markaði í Bandaríkjunum. Blaðið segir að mjög erfitt sé fyrir bílaframleiðanda með minna en 0,5% markaðshlutdeild þar að keppa við risa eins og Volkswagen bílafjölskylduna, Toyota, GM og Daimler. Á síðasta ári hætti Suzuki að selja bíla í Bandaríkjunum þar sem mikið tap var hjá söluaðilum Suzuki, en fyrirtækið hafði orðið afar litla markaðshlutdeild þar vestra. Gengi Mitsubishi það sem af er ári í Bandaríkjunum er slæmt og lýsandi fyrir það er 15,5% minni sala í apríl en í fyrra þrátt fyrir stóraukna heildarsölu bíla. Sala Volvo á fyrsta ársfjórðungi minnkaði um 7,6% og um 10% í mars einum. Eini bíllinn sem Volvo selur þokkalega er 60-línan. Wall Street Journal spáir einnig erfiðleikum hjá ýmsum útgefendum bílablaða og á von á því að blöð eins og Road & Track og Car and Driver gefi upp öndina innan 18 mánaða.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent