Rússneskur hraðakstur endar illa Finnur Thorlacius skrifar 29. maí 2013 13:45 Rísandi hraðamælirinn sem fór í 200 Það er ekki góð hugmynd að aka á 200 kílómetra hraða eftir fjölförnum borgarvegi með fjölda undirganga sem lítið sést í. En hvar skildi slíkt vera stundað, nema þá helst í Rússlandi og þá eru mælaborðsmyndavélar oft í gangi sem taka upp hálfvitaskapinn. Þessi djarfi ökumaður er á öflugum Subaru WRX bíl og telur sig geta elt mótorhjól sem fer framúr honum á ógnarhraða. Það sem mótorhjólið getur en hann hinsvegar ekki er að fara á milli bíla, jafnvel á mikilli ferð. Heiðarleg tilraun þessa ökumanns til að gera slíkt hið sama misheppnast hrapalega, enda erfitt fyrir tveggja metra breiðan bíl að komast gegnum 1 meters bil milli bíla. Allt endar þeta í tómri vitleysu, hann ekur á fjölmarga bíla, loftpúðarnir springa út og í fjarska heyrist í lok mynskeiðsins að aðrir vegfarendur eru ekkert sérlega hrifnir af háttalagi þessa fifldjarfa ökumanns. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent
Það er ekki góð hugmynd að aka á 200 kílómetra hraða eftir fjölförnum borgarvegi með fjölda undirganga sem lítið sést í. En hvar skildi slíkt vera stundað, nema þá helst í Rússlandi og þá eru mælaborðsmyndavélar oft í gangi sem taka upp hálfvitaskapinn. Þessi djarfi ökumaður er á öflugum Subaru WRX bíl og telur sig geta elt mótorhjól sem fer framúr honum á ógnarhraða. Það sem mótorhjólið getur en hann hinsvegar ekki er að fara á milli bíla, jafnvel á mikilli ferð. Heiðarleg tilraun þessa ökumanns til að gera slíkt hið sama misheppnast hrapalega, enda erfitt fyrir tveggja metra breiðan bíl að komast gegnum 1 meters bil milli bíla. Allt endar þeta í tómri vitleysu, hann ekur á fjölmarga bíla, loftpúðarnir springa út og í fjarska heyrist í lok mynskeiðsins að aðrir vegfarendur eru ekkert sérlega hrifnir af háttalagi þessa fifldjarfa ökumanns.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent