Leitað að leikstjóra næstu James Bond-myndar Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 29. maí 2013 16:22 Sam Mendes (t.v.) og Daniel Craig við tökur Skyfall. Kvikmyndin Skyfall sló í gegn á síðasta ári og leita Sony og Eon, framleiðslufyrirtæki kvikmyndanna um James Bond, að leikstjóra næstu myndar um hetjuna. Variety greinir frá. Ekkert hefur enn verið ákveðið, en nöfn sem nefnd hafa verið eru Nicolas Winding Refn (Drive), Ang Lee (Life of Pi), Tom Hooper (The King's Speech) og Shane Black (Iron Man 3). Heimildarmenn Variety segja töluverðan tíma geta liðið þar til ákvörðun verður tekin, en samningur leikarans Daniels Craig felur í sér tvær myndir til viðbótar. Hann er þó til skoðunar og eru leiddar líkur að því að mögulega muni stjarnan hafa eitthvað að segja um leikstjóravalið. Þá hefur Svarthöfði eftir Deadline að enn sé reynt að fá leikstjórann Sam Mendes til að endurtaka leikinn, en hann leikstýrði Skyfall og voru framleiðendur seríunnar himinlifandi með árangurinn. Handritshöfundur Skyfall, John Logan, hefur samþykkt að skrifa handritið, en fyrirhugað er að frumsýna næstu mynd árið 2016. Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndin Skyfall sló í gegn á síðasta ári og leita Sony og Eon, framleiðslufyrirtæki kvikmyndanna um James Bond, að leikstjóra næstu myndar um hetjuna. Variety greinir frá. Ekkert hefur enn verið ákveðið, en nöfn sem nefnd hafa verið eru Nicolas Winding Refn (Drive), Ang Lee (Life of Pi), Tom Hooper (The King's Speech) og Shane Black (Iron Man 3). Heimildarmenn Variety segja töluverðan tíma geta liðið þar til ákvörðun verður tekin, en samningur leikarans Daniels Craig felur í sér tvær myndir til viðbótar. Hann er þó til skoðunar og eru leiddar líkur að því að mögulega muni stjarnan hafa eitthvað að segja um leikstjóravalið. Þá hefur Svarthöfði eftir Deadline að enn sé reynt að fá leikstjórann Sam Mendes til að endurtaka leikinn, en hann leikstýrði Skyfall og voru framleiðendur seríunnar himinlifandi með árangurinn. Handritshöfundur Skyfall, John Logan, hefur samþykkt að skrifa handritið, en fyrirhugað er að frumsýna næstu mynd árið 2016.
Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein