Ferrari John Lennon til sölu 10. maí 2013 13:06 Fagurblár Ferrari Lennons Fyrsti bíllinn sem bítillinn John Lennon eignaðist, Ferrari 330GT 2+2 Coupe, verður boðinn upp hjá uppboðshúsi Bonhams þann 12. júlí. John Lennon tók ekki bílpróf fyrr en hann var orðinn 25 ára gamall og ekki dugði poppgoðinu minna en Ferrari sem fyrsti bíll. Fyrir bílinn greiddi Lennon 6.500 pund, sem í dag leggst á 1,17 milljón króna. Það verður ekki verðið sem fæst fyrir bílinn góða á uppboðinu í þarnæsta mánuði því búist er við að fyrir hann fáist 33-37 milljónir króna. Ef þau 6.500 pund sem Lennon greiddi á sínum tíma eru framreiknuð til dagsins í dag, þá hefur hann greitt um 110.000 pund fyrir bílinn, eða um 20 milljónir króna. Það er því ekki svo mikið hærri upphæð sem fæst fyrir bílinn nú. Aðeins voru framleiddir 500 bílar af þeirri gerð sem Ferrari Lennons átti og eykur það söfnunargildi hans. Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent
Fyrsti bíllinn sem bítillinn John Lennon eignaðist, Ferrari 330GT 2+2 Coupe, verður boðinn upp hjá uppboðshúsi Bonhams þann 12. júlí. John Lennon tók ekki bílpróf fyrr en hann var orðinn 25 ára gamall og ekki dugði poppgoðinu minna en Ferrari sem fyrsti bíll. Fyrir bílinn greiddi Lennon 6.500 pund, sem í dag leggst á 1,17 milljón króna. Það verður ekki verðið sem fæst fyrir bílinn góða á uppboðinu í þarnæsta mánuði því búist er við að fyrir hann fáist 33-37 milljónir króna. Ef þau 6.500 pund sem Lennon greiddi á sínum tíma eru framreiknuð til dagsins í dag, þá hefur hann greitt um 110.000 pund fyrir bílinn, eða um 20 milljónir króna. Það er því ekki svo mikið hærri upphæð sem fæst fyrir bílinn nú. Aðeins voru framleiddir 500 bílar af þeirri gerð sem Ferrari Lennons átti og eykur það söfnunargildi hans.
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent