Vettel og Alonso bitust um besta tímann Birgir Þór Harðarson skrifar 10. maí 2013 14:16 Alonso var fljótastur á morgunæfingunni. Þeir Sebastian Vettel og Fernando Alonso kepptust um að eiga besta tíma í æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Barceloan á Spáni sem fram fer um helgina. Vettel hafði betur í seinni æfingunni en Alonso í þeirri fyrri. Það munaði hins vegar ekki miklu nú síðdegis því Alonso, á heimavelli um helgina, var aðeins 0,017 sekúndum á eftir heimsmeistaranum þrefalda. Red Bull-bíllinn virðist vera mjög fljótur enda átti Mark Webber, liðsfélagi Vettels, þriðja besta tíma seinni æfingarinnar, 0,083 sekúndum á eftir Alonso. Finninn Kimi Raikkönen var ekki langt undan í Lotus-bílnum og náði fjórða besta tíma. Í næstu sætum voru Felipe Massa á Ferrari, Lewis Hamilton og Nico Rosberg á Mercedes og þá Adrian Sutil á Force India. McLaren-liðið mætti til Spánar með mikið uppfærðan keppnisbíl síðan í Barein fyrir þremur vikum. Uppfærslurnar virðast hins vegar ekki vera að skila þeim betri hringtímum því Jenson Button og Sergio Perez áttu í basli í tólfta og þrettánda sæti. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þeir Sebastian Vettel og Fernando Alonso kepptust um að eiga besta tíma í æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Barceloan á Spáni sem fram fer um helgina. Vettel hafði betur í seinni æfingunni en Alonso í þeirri fyrri. Það munaði hins vegar ekki miklu nú síðdegis því Alonso, á heimavelli um helgina, var aðeins 0,017 sekúndum á eftir heimsmeistaranum þrefalda. Red Bull-bíllinn virðist vera mjög fljótur enda átti Mark Webber, liðsfélagi Vettels, þriðja besta tíma seinni æfingarinnar, 0,083 sekúndum á eftir Alonso. Finninn Kimi Raikkönen var ekki langt undan í Lotus-bílnum og náði fjórða besta tíma. Í næstu sætum voru Felipe Massa á Ferrari, Lewis Hamilton og Nico Rosberg á Mercedes og þá Adrian Sutil á Force India. McLaren-liðið mætti til Spánar með mikið uppfærðan keppnisbíl síðan í Barein fyrir þremur vikum. Uppfærslurnar virðast hins vegar ekki vera að skila þeim betri hringtímum því Jenson Button og Sergio Perez áttu í basli í tólfta og þrettánda sæti.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira