Vettel og Alonso bitust um besta tímann Birgir Þór Harðarson skrifar 10. maí 2013 14:16 Alonso var fljótastur á morgunæfingunni. Þeir Sebastian Vettel og Fernando Alonso kepptust um að eiga besta tíma í æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Barceloan á Spáni sem fram fer um helgina. Vettel hafði betur í seinni æfingunni en Alonso í þeirri fyrri. Það munaði hins vegar ekki miklu nú síðdegis því Alonso, á heimavelli um helgina, var aðeins 0,017 sekúndum á eftir heimsmeistaranum þrefalda. Red Bull-bíllinn virðist vera mjög fljótur enda átti Mark Webber, liðsfélagi Vettels, þriðja besta tíma seinni æfingarinnar, 0,083 sekúndum á eftir Alonso. Finninn Kimi Raikkönen var ekki langt undan í Lotus-bílnum og náði fjórða besta tíma. Í næstu sætum voru Felipe Massa á Ferrari, Lewis Hamilton og Nico Rosberg á Mercedes og þá Adrian Sutil á Force India. McLaren-liðið mætti til Spánar með mikið uppfærðan keppnisbíl síðan í Barein fyrir þremur vikum. Uppfærslurnar virðast hins vegar ekki vera að skila þeim betri hringtímum því Jenson Button og Sergio Perez áttu í basli í tólfta og þrettánda sæti. Formúla Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Þeir Sebastian Vettel og Fernando Alonso kepptust um að eiga besta tíma í æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Barceloan á Spáni sem fram fer um helgina. Vettel hafði betur í seinni æfingunni en Alonso í þeirri fyrri. Það munaði hins vegar ekki miklu nú síðdegis því Alonso, á heimavelli um helgina, var aðeins 0,017 sekúndum á eftir heimsmeistaranum þrefalda. Red Bull-bíllinn virðist vera mjög fljótur enda átti Mark Webber, liðsfélagi Vettels, þriðja besta tíma seinni æfingarinnar, 0,083 sekúndum á eftir Alonso. Finninn Kimi Raikkönen var ekki langt undan í Lotus-bílnum og náði fjórða besta tíma. Í næstu sætum voru Felipe Massa á Ferrari, Lewis Hamilton og Nico Rosberg á Mercedes og þá Adrian Sutil á Force India. McLaren-liðið mætti til Spánar með mikið uppfærðan keppnisbíl síðan í Barein fyrir þremur vikum. Uppfærslurnar virðast hins vegar ekki vera að skila þeim betri hringtímum því Jenson Button og Sergio Perez áttu í basli í tólfta og þrettánda sæti.
Formúla Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira