Þýsku hraðbrautirnar öruggar Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2013 12:54 Enn einni atlögunni að ótakmörkuðum hraða á þýsku hraðbrautunum hefur verið hrundið eftir að frumvarp þingmanna Græningjaflokksins var vísað frá með mikilli andstöðu annarra flokka. Í frumvarpinu var lagt til að hraðinn yrði lækkaður í 120. Rökstuðningur Græningja byggðist eingöngu á því að svona væri þetta hjá öðrum þjóðum. Þann rökstuðning keyptu fáir og þeir hinir sömu bentu á þá staðreynd að hraðbrautirnar væru einstakleg öruggar og að einungis 11% af dauðaslysum í Þýskalandi verði þar þó svo að þriðjungur allrar umferðar fari þar fram. Það er því þrisvar sinnum hættulegra að aka um á öðrum vegum en á hraðbrautunum. Margir þingmenn brugðust hart við þessari tillögu Græningja og sögðu að slík breyting gengi aldrei eftir á þeirra vakt. Þeir sem hafa gaman að því að sjá Porsche bíl ekið uppí 340 km hraða á þýskri hraðbraut ættu að smella á myndskeiðið hér að ofan. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent
Enn einni atlögunni að ótakmörkuðum hraða á þýsku hraðbrautunum hefur verið hrundið eftir að frumvarp þingmanna Græningjaflokksins var vísað frá með mikilli andstöðu annarra flokka. Í frumvarpinu var lagt til að hraðinn yrði lækkaður í 120. Rökstuðningur Græningja byggðist eingöngu á því að svona væri þetta hjá öðrum þjóðum. Þann rökstuðning keyptu fáir og þeir hinir sömu bentu á þá staðreynd að hraðbrautirnar væru einstakleg öruggar og að einungis 11% af dauðaslysum í Þýskalandi verði þar þó svo að þriðjungur allrar umferðar fari þar fram. Það er því þrisvar sinnum hættulegra að aka um á öðrum vegum en á hraðbrautunum. Margir þingmenn brugðust hart við þessari tillögu Græningja og sögðu að slík breyting gengi aldrei eftir á þeirra vakt. Þeir sem hafa gaman að því að sjá Porsche bíl ekið uppí 340 km hraða á þýskri hraðbraut ættu að smella á myndskeiðið hér að ofan.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent