Ólöglegt að aka of hægt á vinstri akrein í Flórída Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2013 08:45 Vonandi fækkar svona háttarlagi með nýju lögunum í Flórída Nýframlagt lagafrumvarp í Flórída í Bandaríkjunum gerir það ólöglegt að aka meira en 10 mílur undir hámarkshraða á vinstri akrein. Geta þeir sem staðnir eru að því átt von á 60 dollara sekt fyrir vikið. Lög þessi eiga að greiða fyrir eðlilegri umferð og stöðva það háttalag sumra að aka svo hægt að aðrir ökumenn þurfa að fara framúr þeim hægra megin eða hreinlega komast ekki framúr. Með því aukist öryggi í umferðinni og skeytingarleysi sumra ökumanna verði minnkað. Ekki er enn búið að samþykkja þessi lög en búist er við því að svo verði. Yrði Flórída fyrsta fylki Bandaríkjanna til að lögleiða slík lög og ekki er vitað til að þau gildi í neinu öðru landi heldur. Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent
Nýframlagt lagafrumvarp í Flórída í Bandaríkjunum gerir það ólöglegt að aka meira en 10 mílur undir hámarkshraða á vinstri akrein. Geta þeir sem staðnir eru að því átt von á 60 dollara sekt fyrir vikið. Lög þessi eiga að greiða fyrir eðlilegri umferð og stöðva það háttalag sumra að aka svo hægt að aðrir ökumenn þurfa að fara framúr þeim hægra megin eða hreinlega komast ekki framúr. Með því aukist öryggi í umferðinni og skeytingarleysi sumra ökumanna verði minnkað. Ekki er enn búið að samþykkja þessi lög en búist er við því að svo verði. Yrði Flórída fyrsta fylki Bandaríkjanna til að lögleiða slík lög og ekki er vitað til að þau gildi í neinu öðru landi heldur.
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent