Tesla slær við þýsku lúxusbílaframleiðendunum 13. maí 2013 15:39 Það beinlínis rignir góðu fréttunum frá rafbílaframleiðandanum Tesla. Fyrirtækið skilaði í fyrsta skipti hagnaði fyrir heilan ársfjórðung um daginn og Model S bíllinn fékk þá alhæstu einkunn sem nokkur bíll hefur fengið hjá Consumer Report í síðustu viku. Nýjasta góða fréttin er sú að Tesla seldi fleiri eintök af lúxusbíl sínum, Model S en allir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir á fyrsta ársfjórðungi ársins. Tesla seldi 4.750 eintök af Model S, sem er reyndar eini bíll Tesla í bili. Á sama tíma seldi Mercedes Benz 3.077 eintök af S-Class, BMW 2.338 af 7-seríunni og Audi 1.462 af A8 bíl sínum. Allir keppa þessir bílar í sama flokki stærri lúxusbíla. Að auki er Tesla Model S þeirra ódýrastur á um 70.000 dollara og þeir sem kaupa hann njóta svo 7.500 dollara skattaaflsláttar þar sem hann er rafmagnsbíll. Bílar BMW og Audi kosta um 73.000 dollara og S-Class bíll Benz 92.000 dollara. Það gæti að einhverju leiti skýrt út góða sölu Tesla Model S. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent
Það beinlínis rignir góðu fréttunum frá rafbílaframleiðandanum Tesla. Fyrirtækið skilaði í fyrsta skipti hagnaði fyrir heilan ársfjórðung um daginn og Model S bíllinn fékk þá alhæstu einkunn sem nokkur bíll hefur fengið hjá Consumer Report í síðustu viku. Nýjasta góða fréttin er sú að Tesla seldi fleiri eintök af lúxusbíl sínum, Model S en allir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir á fyrsta ársfjórðungi ársins. Tesla seldi 4.750 eintök af Model S, sem er reyndar eini bíll Tesla í bili. Á sama tíma seldi Mercedes Benz 3.077 eintök af S-Class, BMW 2.338 af 7-seríunni og Audi 1.462 af A8 bíl sínum. Allir keppa þessir bílar í sama flokki stærri lúxusbíla. Að auki er Tesla Model S þeirra ódýrastur á um 70.000 dollara og þeir sem kaupa hann njóta svo 7.500 dollara skattaaflsláttar þar sem hann er rafmagnsbíll. Bílar BMW og Audi kosta um 73.000 dollara og S-Class bíll Benz 92.000 dollara. Það gæti að einhverju leiti skýrt út góða sölu Tesla Model S.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent