McLaren hafnar ásökunum um liðsskipanir Birgir Þór Harðarson skrifar 14. maí 2013 06:00 Perez hefur verið eldsnöggur í síðustu mótum. McLaren-liðið í Formúlu 1 hafnar því að Sergio Perez hafi verið beðinn um að taka því rólega í spænska kappakstrinum og berjast ekki við Jenson Button undir lokin. Ökumennirnir börðust af kappi í Barein í apríl. Perez var í upplagðri stöðu til að berjast við Button undir lok kappakstursins en fékk skilaboð frá liðinu um að hugsa nú vel um dekkin síðustu hringina. Hann þurfti því að slaka á og endaði tveimur sekúndum á eftir liðsfélaga sínum. Einhverjir töldu að um dulmál hafi verið að ræða og að liðið hafi ekki viljað að Perez myndi berjast við Button eins og í Barein. McLaren hafnar þessu og segir að þeir hafi í alvöru haft áhyggjur af dekkjaslitinu. "Checo [Perez] sagði sjálfur að dekkin væru orðin ónýt," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, þegar hann var beðinn um að útskýra aðstæður. "Við vildum ekki að hann myndi berjast aðeins til að dekkin myndu eyðileggjast gjörsamlega." "Dekkin voru svo á endanum nánast eyðilögð. Svo þetta var ekki taktísk skipun heldur til að koma honum í mark." Perez hefur einnig neitað að um liðsskipanir hafi verið að ræða. Það gerði hann á Twitter á mánudag. "Vil bara segja öllum að talstöðvarskilaboðin voru aðeins um dekkin. Aldrei liðskipanir. Get ekki beðið eftir Mónakó." Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
McLaren-liðið í Formúlu 1 hafnar því að Sergio Perez hafi verið beðinn um að taka því rólega í spænska kappakstrinum og berjast ekki við Jenson Button undir lokin. Ökumennirnir börðust af kappi í Barein í apríl. Perez var í upplagðri stöðu til að berjast við Button undir lok kappakstursins en fékk skilaboð frá liðinu um að hugsa nú vel um dekkin síðustu hringina. Hann þurfti því að slaka á og endaði tveimur sekúndum á eftir liðsfélaga sínum. Einhverjir töldu að um dulmál hafi verið að ræða og að liðið hafi ekki viljað að Perez myndi berjast við Button eins og í Barein. McLaren hafnar þessu og segir að þeir hafi í alvöru haft áhyggjur af dekkjaslitinu. "Checo [Perez] sagði sjálfur að dekkin væru orðin ónýt," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, þegar hann var beðinn um að útskýra aðstæður. "Við vildum ekki að hann myndi berjast aðeins til að dekkin myndu eyðileggjast gjörsamlega." "Dekkin voru svo á endanum nánast eyðilögð. Svo þetta var ekki taktísk skipun heldur til að koma honum í mark." Perez hefur einnig neitað að um liðsskipanir hafi verið að ræða. Það gerði hann á Twitter á mánudag. "Vil bara segja öllum að talstöðvarskilaboðin voru aðeins um dekkin. Aldrei liðskipanir. Get ekki beðið eftir Mónakó."
Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira