Arfleifð Audi á einni mínútu Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2013 08:45 Í gær hófst heilmikil auglýsingaherferð Audi með birtingu 5 mislangra auglýsingamyndbanda. Eitt þeirra er sýnu lengst og heitir „It Couldn´t Be Done“. Þar skýrir Audi út hvernig fyrirtækið hefur framkvæmt hluti sem flestir töldu ógerlega. Á handahlaupum er farið langt aftur í sögu Audi og allt til dagsins í dag og ljósinu beint að stefnumarkandi afrekum Audi í bílasögunni. Audi státar af ýmsum merkum nýjungum, afrekum í akstursíþróttum, mikilli sköpunargáfu og smekk fyrir fegurð og það felst ekki í myndskeiðinu. Audi er hvað frægast fyrir fullkomið fjórhjóladrif sitt og frumkvæði í að setja fjórhjóladrif í fólksbíla. Einnig á seinni árum fyrir notkun LED ljósa og þróun þeirra í bílum sínum. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent
Í gær hófst heilmikil auglýsingaherferð Audi með birtingu 5 mislangra auglýsingamyndbanda. Eitt þeirra er sýnu lengst og heitir „It Couldn´t Be Done“. Þar skýrir Audi út hvernig fyrirtækið hefur framkvæmt hluti sem flestir töldu ógerlega. Á handahlaupum er farið langt aftur í sögu Audi og allt til dagsins í dag og ljósinu beint að stefnumarkandi afrekum Audi í bílasögunni. Audi státar af ýmsum merkum nýjungum, afrekum í akstursíþróttum, mikilli sköpunargáfu og smekk fyrir fegurð og það felst ekki í myndskeiðinu. Audi er hvað frægast fyrir fullkomið fjórhjóladrif sitt og frumkvæði í að setja fjórhjóladrif í fólksbíla. Einnig á seinni árum fyrir notkun LED ljósa og þróun þeirra í bílum sínum.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent