Ofbeldi gegn ófæddum börnum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. maí 2013 11:15 Mæðradagurinn var á sunnudaginn með tilheyrandi yfirlýsingum á Facebook um hversu dásamlegar mæður fólk ætti almennt. Svo rammt kvað að fullyrðingunum um stórkostleika mæðranna að einhver benti á að það mætti ætla að það eitt að verða móðir gerði konur að dýrlingum. Mamma er best og allir elska mömmur var boðskapur dagsins. Það var því heldur óþyrmilegt að vera hent aftur inn í veruleikann með forsíðufrétt Fréttablaðsins á mánudaginn: Ein af hverjum fimm barnshafandi konum verður fyrir ofbeldi af hálfu maka á meðgöngunni. Bláköld staðreynd sem erfitt er að koma heim og saman við upphafninguna á móðurhlutverkinu. Það sem er þó enn meira sláandi er að það virðist af einhverjum ástæðum ógna mökum kvennanna að þær séu að verða mæður því þrjátíu prósent af þeim konum sem viðurkenna að búa við heimilisofbeldi hafa upplýst að ofbeldið hafi byrjað á meðan þær voru barnshafandi. Í fréttinni kemur fram að ýmis úrræði standi konunum til boða eftir að ofbeldið hefst en athygli vekur að ekki er minnst einu orði á úrræði til að koma í veg fyrir ofbeldið eða hvort ofbeldismennirnir séu látnir svara til saka á einhvern hátt. Það er eins og ofbeldið sé einkamál kvennanna og það sé alfarið á þeirra ábyrgð að losa sig út úr því, makinn komi ekkert við sögu og beri enga ábyrgð. Er þjóðfélagið virkilega svo gegnsýrt af þeirri hugsun að ofbeldi gegn konum sé "eðlilegt" að ekki þyki ástæða til að grípa til aðgerða þótt upplýst sé að menn misþyrmi barnshafandi konum sínum og þá auðvitað ófæddu barni sínu um leið? Kona sem orðin er barnshafandi er væntanlega í langflestum tilfellum fullorðinn sjálfráða einstaklingur og því lítið sem hægt er að gera neiti hún að kæra manninn. Hins vegar leiða ýmsar rannsóknir í ljós að ofbeldið hefur varanleg áhrif á barnið sem hún gengur með og því vaknar sú spurning hvort ekki sé hægt að grípa inn í á grundvelli barnaverndarlaga. Það er með öllu óásættanlegt að leggja þá ábyrgð alfarið á herðar verðandi móður að verja barn sitt fyrir ofbeldi föðurins. Önnur og enn stærri spurning sem vaknar við þessar upplýsingar er hvers konar þjóðfélag það er sem elur af sér karlmenn sem ekki sjá neitt athugavert við það að misþyrma konum sínum og börnum, fæddum jafnt sem ófæddum. Þarf ekki að fara að gera rannsókn á því hvar og hvenær potturinn brotnar í uppeldi þeirra og reyna að finna leiðir til úrbóta? Þennan smánarblett verður samfélagið að þvo af sér með öllum tiltækum ráðum og það fyrr en seinna. Þangað til er hæpið að fagna mæðradeginum af einhverri einlægni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun
Mæðradagurinn var á sunnudaginn með tilheyrandi yfirlýsingum á Facebook um hversu dásamlegar mæður fólk ætti almennt. Svo rammt kvað að fullyrðingunum um stórkostleika mæðranna að einhver benti á að það mætti ætla að það eitt að verða móðir gerði konur að dýrlingum. Mamma er best og allir elska mömmur var boðskapur dagsins. Það var því heldur óþyrmilegt að vera hent aftur inn í veruleikann með forsíðufrétt Fréttablaðsins á mánudaginn: Ein af hverjum fimm barnshafandi konum verður fyrir ofbeldi af hálfu maka á meðgöngunni. Bláköld staðreynd sem erfitt er að koma heim og saman við upphafninguna á móðurhlutverkinu. Það sem er þó enn meira sláandi er að það virðist af einhverjum ástæðum ógna mökum kvennanna að þær séu að verða mæður því þrjátíu prósent af þeim konum sem viðurkenna að búa við heimilisofbeldi hafa upplýst að ofbeldið hafi byrjað á meðan þær voru barnshafandi. Í fréttinni kemur fram að ýmis úrræði standi konunum til boða eftir að ofbeldið hefst en athygli vekur að ekki er minnst einu orði á úrræði til að koma í veg fyrir ofbeldið eða hvort ofbeldismennirnir séu látnir svara til saka á einhvern hátt. Það er eins og ofbeldið sé einkamál kvennanna og það sé alfarið á þeirra ábyrgð að losa sig út úr því, makinn komi ekkert við sögu og beri enga ábyrgð. Er þjóðfélagið virkilega svo gegnsýrt af þeirri hugsun að ofbeldi gegn konum sé "eðlilegt" að ekki þyki ástæða til að grípa til aðgerða þótt upplýst sé að menn misþyrmi barnshafandi konum sínum og þá auðvitað ófæddu barni sínu um leið? Kona sem orðin er barnshafandi er væntanlega í langflestum tilfellum fullorðinn sjálfráða einstaklingur og því lítið sem hægt er að gera neiti hún að kæra manninn. Hins vegar leiða ýmsar rannsóknir í ljós að ofbeldið hefur varanleg áhrif á barnið sem hún gengur með og því vaknar sú spurning hvort ekki sé hægt að grípa inn í á grundvelli barnaverndarlaga. Það er með öllu óásættanlegt að leggja þá ábyrgð alfarið á herðar verðandi móður að verja barn sitt fyrir ofbeldi föðurins. Önnur og enn stærri spurning sem vaknar við þessar upplýsingar er hvers konar þjóðfélag það er sem elur af sér karlmenn sem ekki sjá neitt athugavert við það að misþyrma konum sínum og börnum, fæddum jafnt sem ófæddum. Þarf ekki að fara að gera rannsókn á því hvar og hvenær potturinn brotnar í uppeldi þeirra og reyna að finna leiðir til úrbóta? Þennan smánarblett verður samfélagið að þvo af sér með öllum tiltækum ráðum og það fyrr en seinna. Þangað til er hæpið að fagna mæðradeginum af einhverri einlægni.