Ferrari 458 splundrast í Suzuka Finnur Thorlacius skrifar 16. maí 2013 10:45 Bæði ökumaður og starfsmaður Suzuka brautarinnar í Japan verða að teljast afar heppnir að vera í lífi eftir að Ferrari 458 bíll gersamlega splundrast á brautinni. Ökumaður hans missti stjórn á bílnum á 320 kílómetra hraða og lenti á girðingu umhverfis brautina. Þar stóð starfsmaður brautarinnar alveg við þar sem bíllinn rekst á og á hann fótum sínum fjör að launa og snöggum viðbrögðum. Brakið úr bílnum dreifðist um stórt svæði brautarinnar . Alveg er með ólíkindum að bílstjórinn hafi lifað þetta af en hann var fluttur á spítala talsvert slasaður en búist er við að hann nái sér að fullu. Stjórnklefi bílsins tók heilmikið flug og snýst í loftinu áður en hann skellur á brautinni. Starfsmaðurinn slapp ómeiddur. Það er nokkuð ljóst að stjórnklefar þessara bíla eru sterkbyggðir og mikið þarf til að bílstjórarnir í þeim tapi lífinu þó mikið gangi á, eins og sést í myndskeiðinu. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent
Bæði ökumaður og starfsmaður Suzuka brautarinnar í Japan verða að teljast afar heppnir að vera í lífi eftir að Ferrari 458 bíll gersamlega splundrast á brautinni. Ökumaður hans missti stjórn á bílnum á 320 kílómetra hraða og lenti á girðingu umhverfis brautina. Þar stóð starfsmaður brautarinnar alveg við þar sem bíllinn rekst á og á hann fótum sínum fjör að launa og snöggum viðbrögðum. Brakið úr bílnum dreifðist um stórt svæði brautarinnar . Alveg er með ólíkindum að bílstjórinn hafi lifað þetta af en hann var fluttur á spítala talsvert slasaður en búist er við að hann nái sér að fullu. Stjórnklefi bílsins tók heilmikið flug og snýst í loftinu áður en hann skellur á brautinni. Starfsmaðurinn slapp ómeiddur. Það er nokkuð ljóst að stjórnklefar þessara bíla eru sterkbyggðir og mikið þarf til að bílstjórarnir í þeim tapi lífinu þó mikið gangi á, eins og sést í myndskeiðinu.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent