Heimsmet í drifti Finnur Thorlacius skrifar 16. maí 2013 12:15 Barist hefur verið undanfarna mánuði um heimsmeti í drifti, eða að aka bílum á hlið sem lengsta vegalengd. Í vikunni var enn eitt nýtt heimsmetið sett á BMW M5 bíl, en BMW hafði reyndar lofað að krækja aftur í metið sem tekið hafði verið af BMW fyrir stuttu. Nýja metið var sett á prufuakstursbraut BMW í S-Karolínu í Bandaríkjunum og ökumaður bílsins, Johan Schwartz, er einn af kennurum í BMW ökuskólanum þar. Ekki verður nú nafn hans mikið þýskara. Nýja metið er nú 82,5 kílómetrar og þurfti ökumaðurinn að fara 322,5 hringi á prufubraut BMW til þess. Brautin var höfð rennandi blaut allan tímann og stöðugt vökvuð. Ökumaðurinn hefur væntanlega verið nokkuð ringlaður er hann steig úr bílnum eftirá. Metið var staðfest af heimsmetabók Guinness. Fyrra metið var 76,8 kílómetrar og sett í Abu Dhabi í febrúar. BMW M5 bíllinn sem metið var sett á er alveg óbreyttur bíll. Hann er 560 hestöfl og var á Continental ContiSport dekkjum sem sérhönnuð eru fyrir mikil átök. BMW M5 er 4,2 sekúndur í hundraðið, en það skiptir reyndar ekki svo miklu máli þegar driftað er. Sjá má ökumann heimsmetsbílsins að störfum við setningu metsins í myndskeiðinu. Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Barist hefur verið undanfarna mánuði um heimsmeti í drifti, eða að aka bílum á hlið sem lengsta vegalengd. Í vikunni var enn eitt nýtt heimsmetið sett á BMW M5 bíl, en BMW hafði reyndar lofað að krækja aftur í metið sem tekið hafði verið af BMW fyrir stuttu. Nýja metið var sett á prufuakstursbraut BMW í S-Karolínu í Bandaríkjunum og ökumaður bílsins, Johan Schwartz, er einn af kennurum í BMW ökuskólanum þar. Ekki verður nú nafn hans mikið þýskara. Nýja metið er nú 82,5 kílómetrar og þurfti ökumaðurinn að fara 322,5 hringi á prufubraut BMW til þess. Brautin var höfð rennandi blaut allan tímann og stöðugt vökvuð. Ökumaðurinn hefur væntanlega verið nokkuð ringlaður er hann steig úr bílnum eftirá. Metið var staðfest af heimsmetabók Guinness. Fyrra metið var 76,8 kílómetrar og sett í Abu Dhabi í febrúar. BMW M5 bíllinn sem metið var sett á er alveg óbreyttur bíll. Hann er 560 hestöfl og var á Continental ContiSport dekkjum sem sérhönnuð eru fyrir mikil átök. BMW M5 er 4,2 sekúndur í hundraðið, en það skiptir reyndar ekki svo miklu máli þegar driftað er. Sjá má ökumann heimsmetsbílsins að störfum við setningu metsins í myndskeiðinu.
Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent