Ivanovic skoraði sigurmark Chelsea í blálokin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2013 13:20 Mynd/Nordic Photos/Getty Amsterdam verður máluð blá í kvöld eftir að Chelsea tryggði sér sigur í Evrópudeildinni með 2-1 sigri á léttleikandi liði Benfica frá Portúgal. Branislav Ivanovic tryggði Chelsea sigur með marki á þriðju mínútu í viðbótartíma. Chelsea hefur því orðið Evrópumeistari tvö ár í röð því liðið vann Meistaradeildina í fyrra. Benfica missti að öllum líkindum af portúgalska meistaratitlinum um liðna helgi og nú rann Evrópudeildarbikarinn þeim úr greipum þrátt fyrir flotta frammistöðu. Benfica réð ferðinni í fyrri hálfleiknum og skapaði sér fín færi. Fremstur í flokki fór Oscar Cardozo en honum virtist fyrirmunað að skora. Bláklæddir liðsmenn Chelsea gátu verið nokkuð sáttir að markalaust var í hálfleik. Eftir stundarfjórðungsleik í síðari hálfleik komst Chelsea yfir. Petr Cech kastaði boltanum á Juan Mata. Stoðsendingakóngurinn fann landa sinn Fernando Torres sem steig varnarmann Benfica upp, keyrði í átt að marki og kláraði færið af yfirvegun. Liðsmenn Benfica létu ekki deigan síga og fengu vítaspyrnu þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Cardozo steig á punktinn og skoraði af öryggi. Bæði lið fengu færi í kjölfarið en Chelsea komst næst því að skora þegar skot Frank Lampard hafnaði í þverslánni. Allt stefndi í framlengingu þegar Juan Mata tók hornspyrnu. Serbinn Branislav Ivanovic ætlaði sér að skalla boltann og setti hann í stórkostlegum boga í fjærhornið. Þeir bláklæddu fögnuðu en leikmenn Benfica trúðu ekki sínum eigin augum. Markið kom á þriðju mínútu í viðbótartíma en aðeins þremur mínútum var bætt við. Cardozo fékk þó eitt færi til viðbótar en Gary Cahill komst fyrir skot hans á síðustu stundu. Segja má að Chelsea hafi heldur betur bjargað andliti ensku liðanna í Evrópukeppnum á tímabilinu sem senn er liðið. Ekkert enskt lið komst í átta liða úrslit Meistaradeildar en Chelsea, Evrópumeistarar ársins 2012, eru nú einnig handhafar Evrópudeildartitilins. Titlarnir tveir verða í fórum Chelsea til 25. maí þegar Bæjarar mæta Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Evrópudeild UEFA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Sjá meira
Amsterdam verður máluð blá í kvöld eftir að Chelsea tryggði sér sigur í Evrópudeildinni með 2-1 sigri á léttleikandi liði Benfica frá Portúgal. Branislav Ivanovic tryggði Chelsea sigur með marki á þriðju mínútu í viðbótartíma. Chelsea hefur því orðið Evrópumeistari tvö ár í röð því liðið vann Meistaradeildina í fyrra. Benfica missti að öllum líkindum af portúgalska meistaratitlinum um liðna helgi og nú rann Evrópudeildarbikarinn þeim úr greipum þrátt fyrir flotta frammistöðu. Benfica réð ferðinni í fyrri hálfleiknum og skapaði sér fín færi. Fremstur í flokki fór Oscar Cardozo en honum virtist fyrirmunað að skora. Bláklæddir liðsmenn Chelsea gátu verið nokkuð sáttir að markalaust var í hálfleik. Eftir stundarfjórðungsleik í síðari hálfleik komst Chelsea yfir. Petr Cech kastaði boltanum á Juan Mata. Stoðsendingakóngurinn fann landa sinn Fernando Torres sem steig varnarmann Benfica upp, keyrði í átt að marki og kláraði færið af yfirvegun. Liðsmenn Benfica létu ekki deigan síga og fengu vítaspyrnu þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Cardozo steig á punktinn og skoraði af öryggi. Bæði lið fengu færi í kjölfarið en Chelsea komst næst því að skora þegar skot Frank Lampard hafnaði í þverslánni. Allt stefndi í framlengingu þegar Juan Mata tók hornspyrnu. Serbinn Branislav Ivanovic ætlaði sér að skalla boltann og setti hann í stórkostlegum boga í fjærhornið. Þeir bláklæddu fögnuðu en leikmenn Benfica trúðu ekki sínum eigin augum. Markið kom á þriðju mínútu í viðbótartíma en aðeins þremur mínútum var bætt við. Cardozo fékk þó eitt færi til viðbótar en Gary Cahill komst fyrir skot hans á síðustu stundu. Segja má að Chelsea hafi heldur betur bjargað andliti ensku liðanna í Evrópukeppnum á tímabilinu sem senn er liðið. Ekkert enskt lið komst í átta liða úrslit Meistaradeildar en Chelsea, Evrópumeistarar ársins 2012, eru nú einnig handhafar Evrópudeildartitilins. Titlarnir tveir verða í fórum Chelsea til 25. maí þegar Bæjarar mæta Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Sjá meira