Dádýr í vondum málum Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2013 13:45 Dádýrið veður um vagninn Strætisvagn á hefbundinni leið sinni í Pennsilvaníu fékk óvænta heimsókn um daginn. Dádýr hljóp fyrir hann, tók undir sig myndarlegt stökk og lenti á framrúðunni. Það undarlega er að dádýrið fer óslasað að því er virðist gegnum rúðuna sem kýlist inní vagninn og í örvæntingu sinni veður dýrið um vagninn ringlað eftir áreksturinn, enda aldrei komið í strætisvagn áður. Strætisvagnabílstjórinn stöðvar vagninn eins fljótt og kostur er, en er of seinn að opna framhurðina áður en dádýrið fer aftur í vagninn og stígur þar trylltan dans. Að lokum fer þó dádýrið út um dyrnar og heilsar kunnari náttúrunni. Myndskeiði hér að ofan sýnir atburðarrásina vel. Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent
Strætisvagn á hefbundinni leið sinni í Pennsilvaníu fékk óvænta heimsókn um daginn. Dádýr hljóp fyrir hann, tók undir sig myndarlegt stökk og lenti á framrúðunni. Það undarlega er að dádýrið fer óslasað að því er virðist gegnum rúðuna sem kýlist inní vagninn og í örvæntingu sinni veður dýrið um vagninn ringlað eftir áreksturinn, enda aldrei komið í strætisvagn áður. Strætisvagnabílstjórinn stöðvar vagninn eins fljótt og kostur er, en er of seinn að opna framhurðina áður en dádýrið fer aftur í vagninn og stígur þar trylltan dans. Að lokum fer þó dádýrið út um dyrnar og heilsar kunnari náttúrunni. Myndskeiði hér að ofan sýnir atburðarrásina vel.
Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent