Porsche selur fleiri Cayenne en allar aðrar gerðir Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2013 12:45 Hagnaður hvers Porsche bíls er 16 sinnum hærri en af Volkswagen bíl. Þýski lúxusbílaframleiðandanum Porsche gengur flest í haginn og eykur sölu bíla sinna stöðugt á hverjum ársfjórðungi. Sá vöxtur er einna helst að þekka þeirri djörfu ákvörðun Porsche fyrir 11 árum að hefja framleiðslu Cayenne jeppans. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs seldi Porsche fleiri Cayenne bíla en af öllum öðrum gerðum Porsche. Það seldust 19.658 Cayenne og 17.351 aðrir Porsche bílar. Þar af 7.230 af 911-gerð, 5.669 af Panamera og 4.452 af Boxter/Cayman. Það er því ekkert undarlegt að lúxusbílafyrirtæki eins og Bentley og Maserati hyggist smíða jeppa á næstunni, þar liggur fjöldinn en ekki í sportbílunum. Hagnaður Porsche jókst um 9% og velta um 8%, en hagnaðurinn nam tæpum 88 milljörðum króna. Enn athygliverðari er hagnaður á hvern seldan bíl en Porsche hagnast um 2,37 milljónir króna á hverjum seldum bíl, sem kostar að meðaltali 13,5 milljónir. Til samanburðar þá hagnast Volkswagen um 151.000 krónur á hverjum seldum bíl, sem kostar að meðaltali 3 milljónir. Volkswagen þarf því að selja 16 bíla á móti hverjum einum Porsche til að krækja í sama hagnað. Með nýendursköpuðum Boxter/Cayman og 911, komandi nýrri kynslóð Panamera, auk nýs 918 Spider og Macan jepplingsins ættu hlutirnir bara að líta enn betur út fyrir Porsche. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent
Hagnaður hvers Porsche bíls er 16 sinnum hærri en af Volkswagen bíl. Þýski lúxusbílaframleiðandanum Porsche gengur flest í haginn og eykur sölu bíla sinna stöðugt á hverjum ársfjórðungi. Sá vöxtur er einna helst að þekka þeirri djörfu ákvörðun Porsche fyrir 11 árum að hefja framleiðslu Cayenne jeppans. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs seldi Porsche fleiri Cayenne bíla en af öllum öðrum gerðum Porsche. Það seldust 19.658 Cayenne og 17.351 aðrir Porsche bílar. Þar af 7.230 af 911-gerð, 5.669 af Panamera og 4.452 af Boxter/Cayman. Það er því ekkert undarlegt að lúxusbílafyrirtæki eins og Bentley og Maserati hyggist smíða jeppa á næstunni, þar liggur fjöldinn en ekki í sportbílunum. Hagnaður Porsche jókst um 9% og velta um 8%, en hagnaðurinn nam tæpum 88 milljörðum króna. Enn athygliverðari er hagnaður á hvern seldan bíl en Porsche hagnast um 2,37 milljónir króna á hverjum seldum bíl, sem kostar að meðaltali 13,5 milljónir. Til samanburðar þá hagnast Volkswagen um 151.000 krónur á hverjum seldum bíl, sem kostar að meðaltali 3 milljónir. Volkswagen þarf því að selja 16 bíla á móti hverjum einum Porsche til að krækja í sama hagnað. Með nýendursköpuðum Boxter/Cayman og 911, komandi nýrri kynslóð Panamera, auk nýs 918 Spider og Macan jepplingsins ættu hlutirnir bara að líta enn betur út fyrir Porsche.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent