Porsche selur fleiri Cayenne en allar aðrar gerðir Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2013 12:45 Hagnaður hvers Porsche bíls er 16 sinnum hærri en af Volkswagen bíl. Þýski lúxusbílaframleiðandanum Porsche gengur flest í haginn og eykur sölu bíla sinna stöðugt á hverjum ársfjórðungi. Sá vöxtur er einna helst að þekka þeirri djörfu ákvörðun Porsche fyrir 11 árum að hefja framleiðslu Cayenne jeppans. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs seldi Porsche fleiri Cayenne bíla en af öllum öðrum gerðum Porsche. Það seldust 19.658 Cayenne og 17.351 aðrir Porsche bílar. Þar af 7.230 af 911-gerð, 5.669 af Panamera og 4.452 af Boxter/Cayman. Það er því ekkert undarlegt að lúxusbílafyrirtæki eins og Bentley og Maserati hyggist smíða jeppa á næstunni, þar liggur fjöldinn en ekki í sportbílunum. Hagnaður Porsche jókst um 9% og velta um 8%, en hagnaðurinn nam tæpum 88 milljörðum króna. Enn athygliverðari er hagnaður á hvern seldan bíl en Porsche hagnast um 2,37 milljónir króna á hverjum seldum bíl, sem kostar að meðaltali 13,5 milljónir. Til samanburðar þá hagnast Volkswagen um 151.000 krónur á hverjum seldum bíl, sem kostar að meðaltali 3 milljónir. Volkswagen þarf því að selja 16 bíla á móti hverjum einum Porsche til að krækja í sama hagnað. Með nýendursköpuðum Boxter/Cayman og 911, komandi nýrri kynslóð Panamera, auk nýs 918 Spider og Macan jepplingsins ættu hlutirnir bara að líta enn betur út fyrir Porsche. Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent
Hagnaður hvers Porsche bíls er 16 sinnum hærri en af Volkswagen bíl. Þýski lúxusbílaframleiðandanum Porsche gengur flest í haginn og eykur sölu bíla sinna stöðugt á hverjum ársfjórðungi. Sá vöxtur er einna helst að þekka þeirri djörfu ákvörðun Porsche fyrir 11 árum að hefja framleiðslu Cayenne jeppans. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs seldi Porsche fleiri Cayenne bíla en af öllum öðrum gerðum Porsche. Það seldust 19.658 Cayenne og 17.351 aðrir Porsche bílar. Þar af 7.230 af 911-gerð, 5.669 af Panamera og 4.452 af Boxter/Cayman. Það er því ekkert undarlegt að lúxusbílafyrirtæki eins og Bentley og Maserati hyggist smíða jeppa á næstunni, þar liggur fjöldinn en ekki í sportbílunum. Hagnaður Porsche jókst um 9% og velta um 8%, en hagnaðurinn nam tæpum 88 milljörðum króna. Enn athygliverðari er hagnaður á hvern seldan bíl en Porsche hagnast um 2,37 milljónir króna á hverjum seldum bíl, sem kostar að meðaltali 13,5 milljónir. Til samanburðar þá hagnast Volkswagen um 151.000 krónur á hverjum seldum bíl, sem kostar að meðaltali 3 milljónir. Volkswagen þarf því að selja 16 bíla á móti hverjum einum Porsche til að krækja í sama hagnað. Með nýendursköpuðum Boxter/Cayman og 911, komandi nýrri kynslóð Panamera, auk nýs 918 Spider og Macan jepplingsins ættu hlutirnir bara að líta enn betur út fyrir Porsche.
Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent