Viðskipti erlent

Stýrivextir í Danmörku komnir niður í 0,2%

Seðlabanki Danmerkur hefur lækkað stýrivexti sína um 0,1 prósentu og eru þeir þar með komnir niður í 0,2%. Hafa þessir vextir aldrei verið lægri í sögu landsins.

Í frétt um málið á vefsíðu Jyllands Posten segir að sérfræðingar hafi átt von á þessari stýrivaxtalækkun í kjölfar þess að Seðlabanki Evrópu (ECB) lækkaði sína stýrivexti um 0,25 prósentur fyrr í dag. Raunar áttu sumir von á að danski seðlabankinn myndi fylgja þeim evrópska alveg eftir með vaxtalækkunina.

Jes Asmunssen aðalhagfræðingur Handelsbanken segir í samtali við Jyllands Posten að sennilega hafi Seðlabanki Danmerkur valið að fylgja ECB ekki alveg til að eiga örlítið svigrúm til að lækka vextina enn frekar ef ECB gerir slíkt í náinni framtíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×