Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar töluvert

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkað töluvert eða um rúm 2% í gærdag. Tunnan af Brent olíunni er komin í tæpa 103 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin yfir 93 dollara.

Á vefsíðunni investing.com kemur fram að jákvæðar tölur frá bandaríska vinnumarkaðinum hafi valdið þessum hækkunum en samkvæmt þeim skráðu mun færri einstaklingar sig atvinnulausa í síðustu viku en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir.

Einnig sýna nýjar tölur að vöruskiptajöfnuður Bandaríkjanna batnaði verulega í mars miðað við fyrri mánuð. Vöruskiptin voru neikvæð um tæplega 39 milljarða dollara í mars en voru neikvæð um 43,6 milljarða dollara í febrúar sem er lækkun upp á 11%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×