Arnór Sveinn orðinn grænmetisæta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2013 14:15 Arnór birti þessa mynd á Instagram á dögunum. Við hana skrifaði hann: "Ef ég fer í hermannabuxur og gallaskyrtu, get ég þá opnað tískublogg?“ Mynd/Instagram Arnór Sveinn Aðalsteinsson, atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að miðla af reynslu sinni hvernig hann breytti mataræði sínu til hins betra. „Ég hef í gegnum tíðina haft mikla fordóma gagnvart grænmetisætum og eiginlega bara gagnvart grænmeti yfir höfuð. Ég leit á þetta fólk sem veiklulega hippa sem voru vannærðir og borðuðu laufblöð í öll mál,“ segir Arnór sem nú sér ljósið. Bakvörðurinn úr Kópavogi segir fordóma sína hafa stafað af þekkingarleysi og skorti á upplýsingum. Hann hafi verið alinn upp í samfélagi þar sem tvö mjólkurglös á dag séu nauðsynleg til að fá nægjanlegt magn kalks. Svo þurfi að borða prótein í öll mál til þess að byggja upp vöðva. Arnór segir mikinn misskilning í samfélaginu þegar kemur að næringu. „Þegar ég varð eldri fór ég að hafa áhuga á næringu og hvernig ég gæti notað hana sem einn lið í að ná betri líkamlegum og andlegum árangri. Mig langar að deila með fólki hvernig ég næri mig, hvað mér finnst hafa góð áhrif á mig og hvað ekki,“ skrifar Arnór á nýja bloggsíðu sína. Hann tekur skýrt fram að hann sé ekki næringarfræðingur. Kærasta hans hafi einfaldlega hvatt hann til að deila reynslu sinni og hann hafi aldrei opnað sig jafnmikið fyrir umheiminum og nú.Arnór Sveinn í leik með Breiðabliki.Mynd/Blikar.isFyrsti pistils Arnórs Sveins er afar fróðlegur. Þar kemur hann inn á ofþjálfun, hvernig kom til að hann byrjaði að kynna sér mikilvægi næringar og breytti mataræði sínu. Sú breyting hefur verið í gangi í töluverðan tíma en frá því í desember hefur hann verið grænmetisæta. Hann segir muninn á sér í dag magnaðan en hann sé alltaf að reyna að afla sér frekari þekkingar. Hann hvetur fólk til að trúa ekki öllu því sem „heilsugeirinn“ segir og kynna sér málið sjálft. „Þetta er jú eini líkaminn sem við fáum. Förum vel með hann,“ eru lokaorð fyrsta pistils Arnórs.Bloggsíðu Arnórs Sveins má nálgast hér. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að miðla af reynslu sinni hvernig hann breytti mataræði sínu til hins betra. „Ég hef í gegnum tíðina haft mikla fordóma gagnvart grænmetisætum og eiginlega bara gagnvart grænmeti yfir höfuð. Ég leit á þetta fólk sem veiklulega hippa sem voru vannærðir og borðuðu laufblöð í öll mál,“ segir Arnór sem nú sér ljósið. Bakvörðurinn úr Kópavogi segir fordóma sína hafa stafað af þekkingarleysi og skorti á upplýsingum. Hann hafi verið alinn upp í samfélagi þar sem tvö mjólkurglös á dag séu nauðsynleg til að fá nægjanlegt magn kalks. Svo þurfi að borða prótein í öll mál til þess að byggja upp vöðva. Arnór segir mikinn misskilning í samfélaginu þegar kemur að næringu. „Þegar ég varð eldri fór ég að hafa áhuga á næringu og hvernig ég gæti notað hana sem einn lið í að ná betri líkamlegum og andlegum árangri. Mig langar að deila með fólki hvernig ég næri mig, hvað mér finnst hafa góð áhrif á mig og hvað ekki,“ skrifar Arnór á nýja bloggsíðu sína. Hann tekur skýrt fram að hann sé ekki næringarfræðingur. Kærasta hans hafi einfaldlega hvatt hann til að deila reynslu sinni og hann hafi aldrei opnað sig jafnmikið fyrir umheiminum og nú.Arnór Sveinn í leik með Breiðabliki.Mynd/Blikar.isFyrsti pistils Arnórs Sveins er afar fróðlegur. Þar kemur hann inn á ofþjálfun, hvernig kom til að hann byrjaði að kynna sér mikilvægi næringar og breytti mataræði sínu. Sú breyting hefur verið í gangi í töluverðan tíma en frá því í desember hefur hann verið grænmetisæta. Hann segir muninn á sér í dag magnaðan en hann sé alltaf að reyna að afla sér frekari þekkingar. Hann hvetur fólk til að trúa ekki öllu því sem „heilsugeirinn“ segir og kynna sér málið sjálft. „Þetta er jú eini líkaminn sem við fáum. Förum vel með hann,“ eru lokaorð fyrsta pistils Arnórs.Bloggsíðu Arnórs Sveins má nálgast hér.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira