Arnór Sveinn orðinn grænmetisæta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2013 14:15 Arnór birti þessa mynd á Instagram á dögunum. Við hana skrifaði hann: "Ef ég fer í hermannabuxur og gallaskyrtu, get ég þá opnað tískublogg?“ Mynd/Instagram Arnór Sveinn Aðalsteinsson, atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að miðla af reynslu sinni hvernig hann breytti mataræði sínu til hins betra. „Ég hef í gegnum tíðina haft mikla fordóma gagnvart grænmetisætum og eiginlega bara gagnvart grænmeti yfir höfuð. Ég leit á þetta fólk sem veiklulega hippa sem voru vannærðir og borðuðu laufblöð í öll mál,“ segir Arnór sem nú sér ljósið. Bakvörðurinn úr Kópavogi segir fordóma sína hafa stafað af þekkingarleysi og skorti á upplýsingum. Hann hafi verið alinn upp í samfélagi þar sem tvö mjólkurglös á dag séu nauðsynleg til að fá nægjanlegt magn kalks. Svo þurfi að borða prótein í öll mál til þess að byggja upp vöðva. Arnór segir mikinn misskilning í samfélaginu þegar kemur að næringu. „Þegar ég varð eldri fór ég að hafa áhuga á næringu og hvernig ég gæti notað hana sem einn lið í að ná betri líkamlegum og andlegum árangri. Mig langar að deila með fólki hvernig ég næri mig, hvað mér finnst hafa góð áhrif á mig og hvað ekki,“ skrifar Arnór á nýja bloggsíðu sína. Hann tekur skýrt fram að hann sé ekki næringarfræðingur. Kærasta hans hafi einfaldlega hvatt hann til að deila reynslu sinni og hann hafi aldrei opnað sig jafnmikið fyrir umheiminum og nú.Arnór Sveinn í leik með Breiðabliki.Mynd/Blikar.isFyrsti pistils Arnórs Sveins er afar fróðlegur. Þar kemur hann inn á ofþjálfun, hvernig kom til að hann byrjaði að kynna sér mikilvægi næringar og breytti mataræði sínu. Sú breyting hefur verið í gangi í töluverðan tíma en frá því í desember hefur hann verið grænmetisæta. Hann segir muninn á sér í dag magnaðan en hann sé alltaf að reyna að afla sér frekari þekkingar. Hann hvetur fólk til að trúa ekki öllu því sem „heilsugeirinn“ segir og kynna sér málið sjálft. „Þetta er jú eini líkaminn sem við fáum. Förum vel með hann,“ eru lokaorð fyrsta pistils Arnórs.Bloggsíðu Arnórs Sveins má nálgast hér. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að miðla af reynslu sinni hvernig hann breytti mataræði sínu til hins betra. „Ég hef í gegnum tíðina haft mikla fordóma gagnvart grænmetisætum og eiginlega bara gagnvart grænmeti yfir höfuð. Ég leit á þetta fólk sem veiklulega hippa sem voru vannærðir og borðuðu laufblöð í öll mál,“ segir Arnór sem nú sér ljósið. Bakvörðurinn úr Kópavogi segir fordóma sína hafa stafað af þekkingarleysi og skorti á upplýsingum. Hann hafi verið alinn upp í samfélagi þar sem tvö mjólkurglös á dag séu nauðsynleg til að fá nægjanlegt magn kalks. Svo þurfi að borða prótein í öll mál til þess að byggja upp vöðva. Arnór segir mikinn misskilning í samfélaginu þegar kemur að næringu. „Þegar ég varð eldri fór ég að hafa áhuga á næringu og hvernig ég gæti notað hana sem einn lið í að ná betri líkamlegum og andlegum árangri. Mig langar að deila með fólki hvernig ég næri mig, hvað mér finnst hafa góð áhrif á mig og hvað ekki,“ skrifar Arnór á nýja bloggsíðu sína. Hann tekur skýrt fram að hann sé ekki næringarfræðingur. Kærasta hans hafi einfaldlega hvatt hann til að deila reynslu sinni og hann hafi aldrei opnað sig jafnmikið fyrir umheiminum og nú.Arnór Sveinn í leik með Breiðabliki.Mynd/Blikar.isFyrsti pistils Arnórs Sveins er afar fróðlegur. Þar kemur hann inn á ofþjálfun, hvernig kom til að hann byrjaði að kynna sér mikilvægi næringar og breytti mataræði sínu. Sú breyting hefur verið í gangi í töluverðan tíma en frá því í desember hefur hann verið grænmetisæta. Hann segir muninn á sér í dag magnaðan en hann sé alltaf að reyna að afla sér frekari þekkingar. Hann hvetur fólk til að trúa ekki öllu því sem „heilsugeirinn“ segir og kynna sér málið sjálft. „Þetta er jú eini líkaminn sem við fáum. Förum vel með hann,“ eru lokaorð fyrsta pistils Arnórs.Bloggsíðu Arnórs Sveins má nálgast hér.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira