Kubica vill bara vera í formúlunni Birgir Þór Harðarson skrifar 3. maí 2013 20:45 Kubica var heppinn að sleppa lifandi eftir að vegrið gekk nánast í gegnum hann og klippti af honum hægri höndina svo að hún hékk aðeins á taugunum niður í handlegginn. Robert Kubica, pólverjinn sem varð í hræðilegu rallýslysi í febrúar 2010, segist vilja snúa aftur í Formúlu 1 sem fyrst enda sé það eina mótaröðin sem hann vilji taka þátt í. Kubica hefur verið í stífri endurhæfingu þessi þrjú ár og tekið þátt í minniháttar rallýmótum undanfarið. „Núna er helsta takmark mitt að gerast eins líkamlega góður og ég get,“ sagði Kubica í viðtali við Autosport. Hann staðfesti einnig að hann hefði fengið tækifæri til að spreyta sig í bílhermi Mercedes-formúluliðsins. „Ég get ekki enn ekið einssætisbílum en sjónin er ekki á götubílum eins og er.“ Kubica var boðið keppnissæti í DTM, þýska götubílameistaramótinu, en hann hafnaði því. „DTM er einhver besta mótaröð í heimi en ég er búinn að ákveða að stefna annað.“ Kubica er samt raunsær og segir litlar líkur á því að hann verði nokkur tíma nógu góður til að keppa í Formúlu 1 á ný. „Það eru engar sérstakar líkur á því hvort ég snúi aftur en það er heldur ekkert afráðið að ég fái tækifæri. Ég ætla að reyna mitt besta.“Það sakna allir Pólverjans snögga. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Robert Kubica, pólverjinn sem varð í hræðilegu rallýslysi í febrúar 2010, segist vilja snúa aftur í Formúlu 1 sem fyrst enda sé það eina mótaröðin sem hann vilji taka þátt í. Kubica hefur verið í stífri endurhæfingu þessi þrjú ár og tekið þátt í minniháttar rallýmótum undanfarið. „Núna er helsta takmark mitt að gerast eins líkamlega góður og ég get,“ sagði Kubica í viðtali við Autosport. Hann staðfesti einnig að hann hefði fengið tækifæri til að spreyta sig í bílhermi Mercedes-formúluliðsins. „Ég get ekki enn ekið einssætisbílum en sjónin er ekki á götubílum eins og er.“ Kubica var boðið keppnissæti í DTM, þýska götubílameistaramótinu, en hann hafnaði því. „DTM er einhver besta mótaröð í heimi en ég er búinn að ákveða að stefna annað.“ Kubica er samt raunsær og segir litlar líkur á því að hann verði nokkur tíma nógu góður til að keppa í Formúlu 1 á ný. „Það eru engar sérstakar líkur á því hvort ég snúi aftur en það er heldur ekkert afráðið að ég fái tækifæri. Ég ætla að reyna mitt besta.“Það sakna allir Pólverjans snögga.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira