Óður aðdáandi ruddist upp á svið á tónleikum Justins Biebers í Dubai í gær og réðst á poppprinsinn sjálfan.
Kanadíski söngvarinn var að syngja nýjasta lag sitt Believe þegar maðurinn réðst á hann en Bieber náði að komast í burtu.
Má ég heyra í ykkur!Öryggisverðir voru ekki lengi að yfirbuga árásarmanninn og fjarlægja hann af sviðinu. Bieber var brugðið en tók sér aðeins þriggja mínútna pásu áður en hann sneri aftur á sviðið og kláraði tónleikana.