Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka og um tíma í morgun fór verðið á Brent olíunni yfir 105 dollara á tunnuna en hefur aðeins gefið eftir síðan.

Verðið á bandarísku léttolíunni er komið í 96.5 dollara á tunnuna. Hækkunin frá því fyrir helgina nemur um einu prósenti.

Það sem veldur þessum hækkunum eru jákvæðar tölur af vinnumarkaðinum í Bandaríkjunum í síðustu viku. Störfum fjölgað þar mun meira en sérfræðingar áttu von á í lok apríl. Atvinnuleysið vestan hafs mælist nú 7,5% og hefur ekki verið minna síðan fyrir hrunið árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×