Mazda RX-7 í fjallaklifri með 750 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2013 11:30 Fjórar Wankel vélar knýja þennan ofuröfluga bíl. Red Bull ökumaðurinn Mike Whiddett prófaði um daginn óvenjulegt fjallaklifur í Nýja Sjálandi með 750 hestöfl að vopni. Þessi hestöfl leynast í breyttum Mazda RX-7 sportbíl með einum fjórum Wankel (Rotary) vélum og því er aldrei skortur á afli í þessum litla bíl. Í fjallaklifrinu var farin ríflega 10 kílómetra leið og hækkunin á leiðinni nam 1.100 metrum. Ekki tók þó ferðin mjög langan tíma, en hún var mynduð í bak og fyrir og alveg þess virði að eyða þremur mínútum í að skoða ökuhæfni bílstjórans og ægifagurt landslag Nýja Sjálands. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent
Fjórar Wankel vélar knýja þennan ofuröfluga bíl. Red Bull ökumaðurinn Mike Whiddett prófaði um daginn óvenjulegt fjallaklifur í Nýja Sjálandi með 750 hestöfl að vopni. Þessi hestöfl leynast í breyttum Mazda RX-7 sportbíl með einum fjórum Wankel (Rotary) vélum og því er aldrei skortur á afli í þessum litla bíl. Í fjallaklifrinu var farin ríflega 10 kílómetra leið og hækkunin á leiðinni nam 1.100 metrum. Ekki tók þó ferðin mjög langan tíma, en hún var mynduð í bak og fyrir og alveg þess virði að eyða þremur mínútum í að skoða ökuhæfni bílstjórans og ægifagurt landslag Nýja Sjálands.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent