Ford sækir á í tvinnbílasölu Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2013 17:00 Ford C-Max Hybrid Með 18% Hybrid markaðarins í BNA en var 3% í fyrra. Í Bandaríkjunum tengja flestir orðið Hybrid, eða tvinnbíll við Toyota. Það mun þó kannski breytast á næstunni því Ford sækir nú ógnarhratt fram með Ford Mondeo Hybrid og Ford C-Max Hybrid og seldust þeir gríðarvel í nýliðnum apríl. Ford Mondeo Hybrid seldist í 3.989 eintökum og örlítið minna af Ford C-Max. Á meðan seldust 3.257 Toyota Camry Hybrid en Toyota Prius heldur þó enn fyrsta sætinu. Sala Toyota Camry Hybrid minnkaði milli ára um 26% og Toyota Prius um 21%. Ford er nú með 18% Hybrid markaðarins í Bandaríkjunum en var aðeins með 3% í fyrra, svo sókn þeirra er sannarlega hröð. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent
Með 18% Hybrid markaðarins í BNA en var 3% í fyrra. Í Bandaríkjunum tengja flestir orðið Hybrid, eða tvinnbíll við Toyota. Það mun þó kannski breytast á næstunni því Ford sækir nú ógnarhratt fram með Ford Mondeo Hybrid og Ford C-Max Hybrid og seldust þeir gríðarvel í nýliðnum apríl. Ford Mondeo Hybrid seldist í 3.989 eintökum og örlítið minna af Ford C-Max. Á meðan seldust 3.257 Toyota Camry Hybrid en Toyota Prius heldur þó enn fyrsta sætinu. Sala Toyota Camry Hybrid minnkaði milli ára um 26% og Toyota Prius um 21%. Ford er nú með 18% Hybrid markaðarins í Bandaríkjunum en var aðeins með 3% í fyrra, svo sókn þeirra er sannarlega hröð.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent