Viðskipti erlent

Norðmenn leggja 400 milljónir í rannsóknir á Drekasvæðinu

Norðmenn munu leggja 18 milljónir norskra króna eða tæplega 400 milljónir kr. í olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu í ár.

Þetta kemur fram í endurskoðuðum fjárlögum norska þingsins fyrir árið. Í frétt um málið á vefsíðu blaðsins Verdens Gang kemur fram að þessi upphæð fari ekki eingöngu í eigin rannsóknir Norðmanna á svæðinu heldur einnig til þess að kaupa rannsóknarniðurstöður frá öðrum sem kannað hafa Drekasvæðið á undanförnum árum.

Í fyrrgreindu frumvarpi kemur fram að hreinar tekjur norska ríkisins af olíuiðnaði landsins, það er skattar og gjöld, muni nema 348 milljörðum norskra kr. eða um 7.000 milljörðum kr. Sú upphæð jafnast á við rúmlega fjórfalda landsframleiðslu Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×