Ástæða þess að Ítalir hafa ekki efni á eigin ofurbílum Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2013 15:45 Lamborghini Gallardo Fá lönd skarta fleiri ofurbílaframleiðendum en Ítalía og því mætti halda að sala þeirra væri góð þar. Því fer fjarri og það sem meira er, hún fer stöðugt minnkandi. Ástæða þess er sú að skattalögreglan ítalska hóf fyrir nokkrum árum rannsókn á launum þeirra, uppgefinna til skatts, sem aka um á slíkum ofurbílum og þeirra sem eiga skemmtisnekkjur. Kom þá í ljós að margir þeirra gáfu upp smánarleg laun, oft lægri en þeirra sem störfuðu í þeirra fyrirtækjum og á eftir fylgdu hærri skattreikningar. Þetta hefur bæði orðið til þess að þeir hafa ekki lengur efni á svona bílum og að þeir kaupa þá ekki vegna þeirrar hættu að vera leitaðir uppi af lögreglunni og rannsakaðir í kjölfarið. Einn ofurbílaframleiðandinn er Lamborghini sem seldi 96 bíla á Ítalíu árið 2010, 72 árið 2011 og 60 í fyrra. Á þessum árum hefur Lamborghini aukið heildarframleiðslu sína úr 1.302 bílum árið 2010, í 1.602 árið 2011 og 2.083 í fyrra. Fall í sölu Maserati og Ferrari til Ítala er enn brattara á sama tíma. Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent
Fá lönd skarta fleiri ofurbílaframleiðendum en Ítalía og því mætti halda að sala þeirra væri góð þar. Því fer fjarri og það sem meira er, hún fer stöðugt minnkandi. Ástæða þess er sú að skattalögreglan ítalska hóf fyrir nokkrum árum rannsókn á launum þeirra, uppgefinna til skatts, sem aka um á slíkum ofurbílum og þeirra sem eiga skemmtisnekkjur. Kom þá í ljós að margir þeirra gáfu upp smánarleg laun, oft lægri en þeirra sem störfuðu í þeirra fyrirtækjum og á eftir fylgdu hærri skattreikningar. Þetta hefur bæði orðið til þess að þeir hafa ekki lengur efni á svona bílum og að þeir kaupa þá ekki vegna þeirrar hættu að vera leitaðir uppi af lögreglunni og rannsakaðir í kjölfarið. Einn ofurbílaframleiðandinn er Lamborghini sem seldi 96 bíla á Ítalíu árið 2010, 72 árið 2011 og 60 í fyrra. Á þessum árum hefur Lamborghini aukið heildarframleiðslu sína úr 1.302 bílum árið 2010, í 1.602 árið 2011 og 2.083 í fyrra. Fall í sölu Maserati og Ferrari til Ítala er enn brattara á sama tíma.
Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent