Tesla skilar hagnaði í fyrsta sinn Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2013 14:30 Rafmagnsbílaframleiðendur hafa hingað til ekki rakað inn seðlum og skemmst er að minnast stórvaxins gjaldþrots Fisker fyrir skömmu. Það á þó ekki við í tilfelli Tesla, þó höfuðstöðvar beggja séu í Kaliforníu. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var Tesla fyrirtækið rekið með hagnaði. Er þetta í fyrsta skipti sem Tesla er rekið með hagnaði á tíu ára rekstrarafmæli þess. Hagnaður skapaðist þrátt fyrir að fjárfestingar Tesla hafi verið mikla á fjórðungnum. Þær fjárfestingar voru helst í söluútibúum og hleðslustöðvum og munu slíkar fjárfestingar ekki vega eins mikið í rekstri tesla í framtíðinni. Tesla naut góðs af 68 milljón dollara greiðslum frá ríkinu fyrir framleiðslu mengunarfrírra bíla (Zero emission vehicle credits, ZEV), en aðrir bílaframleiðendur eru sektaðir fyrir skort á mengunarlitlum eða mengunarfríum bílum. Búist er við að Tesla fái 250 milljón dollara í þessháttar tekjur á árinu. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent
Rafmagnsbílaframleiðendur hafa hingað til ekki rakað inn seðlum og skemmst er að minnast stórvaxins gjaldþrots Fisker fyrir skömmu. Það á þó ekki við í tilfelli Tesla, þó höfuðstöðvar beggja séu í Kaliforníu. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var Tesla fyrirtækið rekið með hagnaði. Er þetta í fyrsta skipti sem Tesla er rekið með hagnaði á tíu ára rekstrarafmæli þess. Hagnaður skapaðist þrátt fyrir að fjárfestingar Tesla hafi verið mikla á fjórðungnum. Þær fjárfestingar voru helst í söluútibúum og hleðslustöðvum og munu slíkar fjárfestingar ekki vega eins mikið í rekstri tesla í framtíðinni. Tesla naut góðs af 68 milljón dollara greiðslum frá ríkinu fyrir framleiðslu mengunarfrírra bíla (Zero emission vehicle credits, ZEV), en aðrir bílaframleiðendur eru sektaðir fyrir skort á mengunarlitlum eða mengunarfríum bílum. Búist er við að Tesla fái 250 milljón dollara í þessháttar tekjur á árinu.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent